Saga - 2000, Side 128
126
GUNNAR KARLSSON
„Fjárhagsaðstoð og stjórnmálaágreiningur". Þar, einkum í síðari
greininni, kom Ólafur inn á viðkvæmt mál, fjárstuðning danskra
sósíaldemókrata við íslenskan systurflokk sinn, Alþýðuflokkinn.
Þennan þráð tók Þorleifur Friðriksson upp í bók sinni, Gullnu flug-
unni 1987. Þar er sagan rakin fram yfir seinna stríð og framhaldið,
Undirheimar islenskra stjórnmála, 1988, fellur öll utan við umfjöllun-
artíma minn.38 Viðfangsefni Þorleifs er átök hinna tveggja arma
íslenskrar sósíalistahreyfingar, í upphafi kommúnista og sósíal-
demókrata, skýrð út frá fjárstuðningi norrænna krataflokka við þá
síðartöldu. Ekki er vafi á að Þorleifur notar fjárstuðninginn til hins
ýtrasta í skýringum á framkomu krata, og sýnir þannig heldur
óaðlaðandi mynd af málstað þeirra, enda hefur túlkun hans verið
andmælt í ýmsum atriðum.39 Engu að síður gerði Þorleifur hér
hina merkustu rannsókn og varpaði nýju ljósi á veigamikinn þátt
í þróun íslenska flokkakerfisins.
Hápunktur þessarar nýju könnunar á stjórnmálum millistríðs-
áranna er þó enn Iðnbylting hugarfarsins eftir Ólaf Ásgeirsson,
1988, einkar efnilegan sagnfræðing sem lést aðeins tæpum tveim-
ur árum seinna. Þar greindi Ólafur nýjar átakalínur í íslenskum
stjómmálum millistríðsáranna, þvert á flokkalínur. Átökin stóðu á
milli þeirra sem vildu stefna að, og hinna sem vildu andæfa, iðn-
væðingu, þéttbýlismyndun og stækkun rekstrareininga í atvinnu-
lífi. Þetta er ögrandi bók, frumleg með sannfærandi rökfærslu.
Ný sýn á þjóðernishyggju
Þannig barst sögukönnunin mikið frá 19. öldinni yfir á 20. öldina-
Þegar ég ákvað að gerast sagnfræðingur fremur en bókmennta-
fræðingur, líklega á árinu 1965, var landshöfðingjatíminn, barátt-
an fyrir endurskoðun stjórnarskrárinnar, valtýskan og baráttan
um heimastjórn að komast í brennidepil íslenskrar sögu. Svo
dæmi sé tekið af því sem ekki þótti ástæða til að nefna hér á und-
an, þá birti Skírnir á ámnum 1966-71 samtals 195 blaðsíður af
án Hjálmarsson, Frrf kreppu til hernáms. Saga Sósíalistaflokksins 1939-1942■
38 í einu lagi komu þessar bækur Þorleifs út á dönsku árið 1990 með titlinum
Den gyldne flue.
39 Stefán F. Hjartarson, Kampen om fackfóreningsrörelsen, bls. 99,114-16,129.