Saga - 2000, Page 138
136
LOFTUR GUTTORMSSON
á meiði þeirrar hagsögu sem hafði smám saman verið að sækja í
sig veðrið frá aldamótunum síðustu, í beinu andófi gegn stjórn-
málasögukennimiðinu sem gjaman er kennt við Leopold von
Ranke.1 Samspyrðing hagrænna og félagslegra þátta lá beint við á
meginlandi Evrópu þar sem hagsagan þróaðist undir áberandi
áhrifum frá þýsku meisturunum, Karli Marx og Max Weber.2
Af þessum straumum spratt m.a. um aldamótin síðustu tímaritið
Vierteljahrschrift fiir Sozial- und Wirtschaftsgeschichte sem enn telst
meðal virðulegustu tímarita í félags- og hagsögu. f Frakklandi
gætti í rikari mæli áhrifa frá félagsfræði Durkheims á sagnfræði-
iðkanir, en málgagn þeirra Luciens Febvres og Marc Blochs nefnd-
ist upphaflega Annales d'historie économique et sociale.3 Hjá þeim
fáu íslensku sagnfræðingum sem gáfu sig að hagsögurannsókn-
um á þessu skeiði, einkum Þorkatli Jóhannessyni, birtast áhrif af
þessum straumum í því að viðfangsefni hagsögu eru skoðuð frá
víðu menningarsögulegu sjónarhomi.4
Annar þáttur félagssögu, sem mótaðist á fyrri helmingi 20. ald-
ar, varðaði félagshreyfingar og kjör alþýðu; þessi þáttur var ná-
tengdur sögu stjómmála og stéttaátaka, eins konar fylgifiskur
verkalýðs- og jafnaðarmannahreyfinga. Félagssaga af þessum toga
var stunduð að vemlegu leyti utan veggja háskóla: iðkendur
hennar áttu flestir hugmyndafræðilega samstöðu með frjálslynd-
um eða vinstrisinnum í stjómmálum. Sé dæmi tekið af Englandi
má nefna höfundana Beatrice og Sidney Webb, John L. og Barbara
Hammond og C.D.H. Cole.5
Á öðmm fjórðungi aldarinnar taka íslenskir fræðimenn að gefa
vaxandi gaum að „félagsmálum", þ.e. félagslegum vandamálum
sem þróun kapítalískra framleiðsluhátta og nútímalegar velferð-
arhugmyndir höfðu haft í för með sér. Dæmi um slík viðfangsefni
1 Inga Floto, Historie. Nyere og nyeste tid, bls. 59-86.
2 Georg G. Iggers, Historiography in the Twentieth Century, bls. 36-40.
3 Sama heimild, bls. 51-54. - Guy Bourdé, Hervé Martin, Les écoles histor-
iques, bls. 170-85.
4 Sjá Þorkell Jóhannesson, „Um rannsóknir í íslenskri menningar- og at-
vinnusögu", bls. 43-59.
5 Webb-hjónin sömdu m.a. A history of trade-unionism (London, 1911). Þekkt
rit eftir Hammond-hjónin er The town labourer (1919) og eftir Cole og R-
Postgate The common people (1938).