Saga - 2000, Blaðsíða 139
RANNSÓKNIR Á FÉLAGSSÖGU 19. OG 20. ALDAR
137
eru framfærslumál og samskipti stétta á vinnumarkaði sem eru
ekki aðeins nátengd hagsögu heldur og stjórnmálasögu. Þannig
Var félagsmálum eignað sérstakt bindi í Sögu Alþingis upp úr
miðri öldinni.6 Sagnritun um stéttarfélög og kjaramál, sem fengist
hefur verið allnokkuð við hér á landi á síðustu áratugum, er ná-
tengd stjórnmálasögu.7 Það er líka í samræmi við bresku hefðina
að áberandi margir höfundar rita um verkalýðssögu hallast sjálfir
e vinstri hlið stjómmálanna.8
Að svo miklu leyti sem félagssaga kom yfirleitt fram sem tiltölu-
^ga sjálfstæð undirgrein í sagnfræði á fyrri helmingi aldarinnar,
Var það í merkingunni „sagan neðan frá" eða „saga alþýðu". Al-
þekkt er hvernig enski sagnfræðingurinn George M. Trevelyan
skilgreindi félagssögu á neikvæðan hátt, þ.e. „history with polit-
lcs left out."9 Hann átti við að fyrst lenska væri að rekja sögu
stjórnmála án skírskotunar til félagslegs umhverfis þeirra, kynni
að vera gagnlegt að snúa sjónarhominu við til þess að jafna met-
ln- En Trevelyan áleit félagssöguna hafa mikla stoð í hagsögunni
Sem hefði mótast á hans eigin æviskeiði: félagssviðið ætti sér ræt-
Ur í efnahagslegum aðstæðum, mjög í sama mæli og pólibskir at-
biJrðir spryttu að sínu leyti af félagslegum aðstæðum.10 Þannig
vildi Trevelyan færa í brennidepil daglegt líf landsmanna á liðn-
Um öldum, tengsl stéttanna innbyrðis, eðli fjölskyldu- og heimil-
jslifsins, aðstæður vinnu og tómstunda og menninguna eins og
hún birtist í trúarbrögðum, bókmenntum, listum og hugmyndum
® hverjum tíma. Félagssaga Trevelyans, sem kom fyrst út 1942,
naut fádæma vinsælda í Bretlandi eftirstríðsáranna.11
hm það bil hálfri öld á undan Trevelyan hafði Daninn Troels-
und sýnt í stóru ritverki, Dagligt liv i Norden i det 16de Aarhun-
s Jón Blöndal og Sverrir Kristjánsson, Alþingi og fílagsmálin (1954).
^ Þetta kemur t.d. skýrt fram í formálsorðum Smára Geirssonar, Saga norð-
firskrar verkalýðshreyfingar (1993).
^ Nefna má t.d. Skúla Þórðarson, 50 ára starfssaga (1967), og Ólaf R. Einars-
son, Upphaf íslenskrar verkalýðshreyfingar (1970).
9 George M. Trevelyan, lllustrated English Social History I, bls. xi. Sjá ennfrem-
ur Adrian Wilson, „Introduction", bls. 9.
^ George M. Trevelyan, lllustrated English Social History I, bls. xi.
11 Asa Briggs, „General Introduction", í George M. Trevelyan, lllustrated English
Social History, bls. ix-xvii.