Saga - 2000, Page 141
RANNSÓKNIR A FÉLAGSSÖGU 19. OG 20. ALDAR
139
vanda verulegs tímamunar í því hvenær nýjar stefnur og straum-
ar ryðja sér til rúms á íslandi eða á meginlandi Evrópu.16
Líta má á mótun félagssögunnar nýju sem þátt í mjög almenn-
um breytingum sem gengu yfir akurlendi sagnfræðinnar á árun-
um upp úr 1960. Félagsvísindaleg viðmið settu mark sitt á efnis-
tök og vinnubrögð sagnfræðinga á æ fleiri efnissviðum.17 En eftir
því sem leið á m'unda áratuginn tóku lykilhugtök í félagslegri
greiningu, eins og formgerð og stétt, að víkja fyrir menningar-
bundnum viðmiðum, eins og hugarfari, reynslu, vitund og merk-
lr»gu. Líta má á vöxt hugarfarsögunnar sem lið í þessari áherslu-
breytingu frá hinu félagslega til hins menningarlega.18 Menning-
arbundinna áherslna gætti raunar þegar í verkum sumra iðkenda
nÝju félagssögunnar hér á landi.19 Á síðustu árum hafa þær kom-
!ð skýrar fram í ritum þeirra sem kenna sig við „einsögu" (micro-
Listory) og gagnrýna félagssögufræðinga níunda áratugarins
gjarnan fyrir að hafa lagt of einhliða áherslu á formgerðir þjóðfé-
lagsins, sem hneppi einstaklingana í viðjar, og fyrir að virða að
vettugi möguleika þeirra sem sögulegra gerenda, gæddra sér-
sfakri reynslu, vitund og athafnarými.20 Þessi gagnrýni speglar að
verulegu leyti póstmódermsk sjónarmið; til áhrifa þeirra m.a. má
rekja að í ýmsum nýlegum rannsóknum eru fjarri því skýr mörk
rrrilli félagssögu og menningarsögu.21
Viðfangsefni ífélagssögu
Viðfangsefni í félagssögu hafa breyst allmjög eftir þeim stefnum
°8 straumum sem rakin voru hér að framan. Til þess að fá yfirlit
yfir efnissviðið er einlægast að miða við tímabilið eftir 1970 þegar
16
17
18
19
20
21
Loftur Guttormsson, „Theory and method in the breakthrough of social
history" (1999).
Sjá til yfirlits The New History. The 1980s and Beyond (1982).
Einar Már Jónsson, „Hugarfarssaga", bls. 413-18, 429-36. - Reinhard
Sieder, „Sozialgeschichte", bls. 448-53. - Dagfinn Slettan, „Sosialhistorie
etter 1970", bls. 104-11.
Sigurður Gylfi Magnússon, „ Félagssagan fyrr og nú", bls. 45-47.
Sjá t.d. nýlega grein Sigrúnar Sigurðardóttur, „Tilbrigði við fortíð", bls.
12-13.
Sjá Einsagan - ólíkar leiðir. Sjá ennfremur Lynn Hunt, „Introduction".