Saga - 2000, Page 144
142
LOFTUR GUTTORMSSON
skapi persónulegri sem þær byggjast mest á eigin reynslu þessa
borgfirska bónda sem ritaði „flest aðeins eftir minni".26 Af svip-
aðri rót er runnin frásögn Guðmundar Þorsteinssonar (1901-89)
frá Lundi, Horfnir starfshættir, sem fjallar mest um búskaparhætti
og vinnubrögð eins og hann kynntist þeim á uppvaxtarárum sín-
um austanlands á fyrstu áratugum aldarinnar, og minningarrit
skagfirska bóndans Guðmundar L. Friðfinnssonar (f.1905), Þjóðltf
og pjóðhættir, sem lýsir vel aðstæðum daglegs sveitalífs frá svipuð-
um tíma. Samanborið við slíkar sveitalífslýsingar var lengi áfátt
lýsingum á sjósókn, veiðum og vinnubrögðum við sjávarsíðuna.
Ur þessu bætti Lúðvík Kristjánsson rækilega með stórvirki sínu,
íslenskum sjávarháttum, sem birtist á níunda áratugnum í fimm
veglegum bindum, búnum einstaklega góðum skýringarmyndum
og kortum. Gildi verksins felst ekki hvað síst í geysilega víðtækri
heimildaöflun um sjávarhætti á tímabili árabátanna, bæði úr rit-
heimildum og með viðtölum við heimildarmenn.
Ofangreind rit eiga sammerkt í því að vera fróðleiksnámur á
sviði þjóðhátta- og verkmenningar; höfundarnir eru allir leik-
menn í sagnfræði eða þjóðfræði og hafa náð til breiðs lesenda-
hóps. Af öðrum toga eru rannsóknarrit, á mörkum þjóðfræði og
sagnfræði, sem hafa verið samin á tveimur síðustu áratugum-
Ritið Ltfshættir i'Reykjavík 1930-1940 eftir Sigurð Gylfa Magnússon
fjallar um húsakynni, afkomu og daglega lifnaðarhætti fimm fjöl-
skyldna á ólíkum þrepum þjóðfélagsstigans á kreppuárunum -
nýstárleg tilraun til að bregða Ijósi hversdagssögu á íslenskt bæj'
arsamfélag. Doktorsritgerð Finns Magnússonar, The Hidden Class,
sem fjallar um mótun stéttar og stéttarvitundar verkamanna á
Eyrarbakka og Stokkseyri, einkennist af beinni þjóðfræðilegd
nálgun. Svipað má segja um rit Árna Björnssonar, Sögu daganna
og Merkisdaga á mannsævinni, sem birtust í fyrstu gerð 1977 og
1981 og fjalla að miklum meirihluta um tímabilið fyrir 1800.
Það auðkennir þjóðháttasöguna að höfundarnir eru fæstir sagn'
fræðingar heldur mest alþýðufræðimenn eða þá lærðir þjóðhátta-
og þjóðfræðingar. Þeir gefa lítið fyrir kenningar,27 beita hefð-
bundnum frásagnarhætti og sneiða hjá tölfræði. Mörg ritanna
26 Kristleifur Þorsteinsson, Úr byggðum Borgarfjarðar I, bls. 5.
27 Áberandi undantekning er hér Finnur Magnússon.