Saga - 2000, Page 146
144
LOFTUR GUTTORMSSON
lenskra samvinnufélaga.30 Um aðdraganda að stofnun elsta sam-
vinnufélagsins samdi Amór Sigurjónsson ritið íslensk samvinnufé-
lög hundrað ára (1944) sem stendur enn fyrir sínu. Aðeins eldra er
minningarrit um ungmennafélögin, Ungmennafélag íslands, sem
Geir Jónasson samdi yfirlitskafla í og ritstýrði að öðru leyti. En ítar-
legasta rakning á vexti og viðgangi félagshreyfinga á afmörkuðu
svæði er doktorsritgerð Gunnars Karlssonar, Frelsisbarátta suður-
þingeyinga og Jón á Gautlöndum. Vestlendingar Lúðvíks Kristjáns-
sonar fjalla um svipað efni, en ritið er miklu persónubundnara í
efnistökum og samið í hefðbundnum frásagnarstíl. Því var með
réttu vel fagnað á sínum tfma fyrir að lýsa upp „bakland" Jóns
Sigurðssonar og þar með félagslegt baksvið sjálfstæðisbaráttunn-
ar um miðbik 19. aldar. Rækilegasta úttekt á stofnun og starfsemi
frjálsra félaga í þéttbýli á síðari helmingi aldarinnar er annars að
finna í riti Hrefnu Róbertsdóttur, Reykjavíkurfélög, þar sem saman-
burðar er m.a. leitað við félagastarfsemi á öðmm Norðurlöndum-
Eitt hinna frjálsu félaga var Hvítabandið, bindindis- og líknarfélag
kvenna, sem Margrét Guðmundsdóttir hefur kannað.
Leikmenn hafa fengist nokkuð við að rita sögu einstakra stéttar-
félaga - hér má t.d. nefna Gils Guðmundsson fyrrv. alþingismann og
Benedikt Sigurðsson kennara - en fagmenntaðir sagnfræðingaf
hafa yfirtekið þetta hlutverk að miklu leyti á síðustu áratugum-
Eftir Skúla Þórðarson liggur saga Sjómannafélags Reykjavíkur (1967)
og eftir Ingólf V. Gíslason félagsfræðing saga Iðju, félags verk-
smiðjufólks. Nýlega hafa Gísli Sverrir Ámason og Þór Indriða-son
birt áhugaverð rit um sögu verkalýðs og atvinnulífs á Hornafirði
og Húsavík. Rit Þórs, Fyrir neðan bakka og ofan, hefur hér allnokkra
sérstöðu sakir skipulegrar viðleitni höfundar til að láta hið stað-
bundna njóta birtu af hinu almenna og öfugt. í nýútkominm
stéttarfélagssögu, um Trésmiðafélag Reykjavíkur hundrað ára, tekst
höfundunum, Eggert Þór Bernharðssyni og Helga M. Sigurðssyni/
að varpa jafnframt ljósi á byggingarsögu höfuðborgarinnar.
30 Á níunda áratugnum voru sagnfræðingar ráðnir til að semja sögu þessara
félagasamtaka en engin þessara „pöntunarsagna" hefur enn komist á
prent. Enginn „íslenskur Edvard Bull" hefur þannig komið fram til að
hefja íslenska verkalýðssögu til vegs; sjá til samanburðar Arbeidtf'
bevegelsens historie i Norge I-VI, þar sem Bull samdi fyrsta bindið, °S
Dagfinn Slettan, „Sosialhistorie etter 1970", bls. 88-97.