Saga - 2000, Page 154
152
LOFTUR GUTTORMSSON
með lífsferilsgreiningu á sjálfsævisögum.56 Þá hefur Ólöf Garðars-
dóttir kannað hvemig þessi bamavinnuhefð birtist í nýrri mynd í
hinu nýja þéttbýlissamfélagi.57
Saga vinnuhjúa, fátækra, sveitarómaga, ekkna og aldraðra. Lýðfræði-
leg nálgun er einkennandi fyrir tök félagssögunnar nýju á þessu
viðfangsefni. Staða vinnuhjúa og vinnumennska - sem tímabund-
ið skeið í lífsferli fólks eða lífstíðarstaða - hafa þótt sérlega áhuga-
vert efni þar .sem það tengist náið ýmsum einkennum gamla
bændasamfélagsins, s.s. jarðnæðiskorti, leiguábúð og tíðum bú-
og vistferlum. Yfirgripsmest er rannsókn Guðmundar Jónssonar,
Vinnuhjú á íslandi, þar sem grein er m.a. gerð fýrir kjömm vinnu-
fólks og öðmm efnahagslegum þáttum hjúahaldsins, en Sölvi
Sveinsson gerði aftur ítarlega úttekt á vinnuhjúum og þurfa-
mönnum í Skagafirði undir lok 19. aldar. í öðmm rannsóknum
hefur verið lögð áhersla á uppeldisþáttinn í vinnumennskunni-58
Auk þess hefur nokkur gaumur verið gefinn að ábúðarháttum og
búferlaflutningum búandi fólks.59
Þar sem fátækt er gjarnan nátengd hjúskapar- og aldursstöðu
fólks hafa rannsóknir á fátækt, sveitarómögum, ekkjufólki og
öldmðum fallið saman að nokkm leyti. Fátækt reynist ekki síður
afstæð í tíma en rúmi, eftir hjúskapar- og heimilisstöðu.60 Til þess
að varpa ljósi á þetta mál hafa verið nýtt jöfnum höndum lífsfer-
ils- og þverskurðargreining.61 í rannsóknum á félagsstöðu og efna-
hagslegri afkomu umræddra hópa á 19. öld, að meðtöldum fóst-
urbömum, lagði einkum Gísli Ágúst Gunnlaugsson áherslu á
mikilvægi ættartengsla og afkomenda sem öryggisnets. Niður-
stöður birtust í nokkmm greinum í erlendum tímaritum á árunum
56 Sjá doktorsritgerð Sigurðar, „The continuity of everyday life", og grein
hans, „From Children's Point of View".
57 Ólöf Garðarsdóttir, „Working Children in Urban Iceland 1930-1990".
58 Sjá t.d. Guðmundur Hálfdanarson, „Islensk þjóðfélagsþróun á 19. öld ,
bls. 15-18.
59 Erlingur Brynjólfsson, „Bagi er oft bú sitt að flytja". - Loftur Guttormsson,
„Ábúðarhættir í Reykholtsprestakalli."
60 Sjá til yfirlits Gísli Gunnarsson, „Fátækt á íslandi fyrr á tfmum".
61 Gísli Ágúst Gunnlaugsson og Loftur Guttormsson, „Transitions int°
old age".