Saga - 2000, Page 166
164
GUÐMUNDUR JÓNSSON
síðari stigum útgáfunnar var hins vegar bætt við stuttum kafla,
Alþingi og iðnaðarmdlin eftir Helga H. Eiríksson og allmyndarleg-
um þætti þriggja hagfræðinga, Klemensar Tryggvasonar, Gylfa Þ.
Gíslasonar og Ólafs Bjömssonar, Alþingi og fjárhagsmálin, þar sem
greint er frá bankamálum, búskap hins opinbera, gjaldeyris- og
gengismálum og verðlagsmálum.2
Á þeim 18 ámm sem liðu frá því að Þorkell Jóhannesson samdi
Alþingi og atvinnumálin í kringum 1930 og þar til hún kom út 1948
færðist mikið líf í hagsöguritun. Þetta má að stórum hluta rekja til
aukins áhuga stofnana, fyrirtækja og samtaka í atvinnulífi á að fá
sögu sína skráða og urðu rit um sögu atvinnuvega mest áberandi-
Þau vom að mörgu leyti hliðstæð ævisögum einstaklinga, ætlað
að halda á lofti sögu merkra stofnana og atvinnuugreina og hlut
þeirra í uppbyggingu nútímaþjóðfélags.
Búnaðarfélag íslands gaf út veglegt rit í tveim bindum árið 1937
á aldarafmæli búnaðarsamtaka á íslandi. Þorkell Jóhannesson rit-
aði fyrra bindið, Búnaðarsamtök á íslandi 1837-1937, þar sem sögð
er saga búnaðarsamtakanna og framkvæmda á vegum þeirra. í
síðara bindinu, Búnaðarhögum eftir Sigurð Sigurðsson búnaðar-
málastjóra, er lýst búskaparháttum landsmanna á tímabilir>u
1837-1937, landnotkun, jörðum, verkfæmm og tækjum, stuðningi
hins opinbera, afurðum búnaðar, búfjárrækt o.fl. í þessu ágrips'
kennda en trausta yfirliti er greint frá þeim margháttuðu breyting'
um sem urðu í landbúnaði á fyrstu áratugum 20. aldar, þar á með-
al útbreiðslu ræktunarbúskapar og uppkomu nútímamjólkuriðn-
aðar. Afmælisritið gerði Þorkeli Jóhannessyni kleift að skrifa efn-
isríka grein um þróun landbúnaðar síðan á 19. öld og er hún eitt
skilmerkilegasta yfirlit sem enn er til um það efni.3
Næst kom röðin að iðnaðinum að eignast sitt sögurit. Iðnað-
armannafélagið í Reykjavík gaf út Iðnsögu íslands undir ritstjórn
Guðmundar Finnbogasonar í tveim bindum árið 1943. í þessn
safnriti em margar stuttar greinar eftir ýmsa höfunda um hand-
verk og iðnir, einkum frá eldri tíma, en einnig um iðjurekstur á 20-
öld. Langmest að vöxtum er ritgerð Guðmundar Hannessonar
prófessors um húsagerð.
Verr tókst til með ritun verslunarsögu því tilraunir til að ge^a
2 Sjá Björn Þórðarson, Greinargerð í Saga Alþingis V.
3 Þorkell Jóhannesson, „Landbúnaður á íslandi 1874-1940".