Saga - 2000, Page 178
176
GUÐMUNDUR JÓNSSON
breytingu samfélagsins og setur fram margvíslega nýja vitneskju
með hjálp tölfræðilegra gagna um framleiðslu, atvinnuskiptingu
og verðlag og laun verkafólks. Ritgerð Magnúsar, „Efnahags-
þróun á íslandi 1880-1990", er yfirlit um meginþætti í hagsögu
20. aldar. Loks má nefna fjölritaða námsbók handa framhalds-
skólanemum, Atvinnu- og hagsaga íslands eftir Lýð Bjömsson, sem
út kom 1983.
Af ritum um hagkerfið eða einstaka þætti þess ber einkum að
nefna rannsóknir á þjóðarframleiðslu og hagvexti þar sem notast
er við kerfi þjóðhagsreikninga. í Þjóðhagsreikningar 1901-1945
áætlar Torfi Ásgeirssonar þjóðarframleiðslu, en sú áætlun er tekin
til rækilegrar endurskoðunar í nýrri bók minni, Hagvöxtur og iðn'
væðing, þar sem þjóðarframleiðsla íslendinga 1870-1945 er könn-
uð og hagstærðir settar í samhengi við almenna hagþróun. Sögu-
legar rannsóknir á lífskjömm em sjaldgæfar; þó má nefna grem
Gísla Gunnarssonar og Magnúsar S. Magnússonar „Levnads-
standarden pá Island 1750-1914" þar sem sjónum er beint að
kaupmætti og nokkmm lýðfræðilegum breytum, og greinar Jóns
Steffensens og Guðmundar Jónssonar um líkamshæð, matar-
neyslu og næringu frá 18. öld og fram um miðja 20. öld.28 Riturn
þróun kaupgjalds, tekna og verðlags em einnig bagalega fá. Torfj
Ásgeirsson athugaði rækilega verðlagsþróun 1900-38 og bjó u
verðlagsvísitölu yfir tfmabilið 1900-13 og grein Jóns Sigurðssonar
veitir gott yfirlit yfir verðlagsþróun 1914-74.29 Meðal rannsókna á
kaupgjaldi og tekjum má nefna ritgerð Þorsteins Þorsteinssonar
(yngri) á tekjum verkamanna í Reykjavík á árunum milli stn'ða/
grein Jóns Guðnasonar á kaupgjaldsgreiðslum og könnun mína a
tekjum starfsstétta í þéttbýli 1880-1945 í ritinu Hagvöxtur og iðn
væðing.30
28 Gísli Gunnarsson og Magnús S. Magnússon, „Levnadsstandarden p3 s
land". - Jón Steffensen, „Um líkamshæð íslendinga". - Guðmundur JdnS
son, „Changes in Food Consumption". í bók Þórunnar Valdimarsdóttnr'
Sveitin við Sundin, eru einnig fróðlegar lýsingar á mataræði Reykvíkin8
1870-1950.
29 Jón Sigurðsson, „Verðbólga á íslandi 1914-1974". - Torfi Ásgeirssorl,
„Verðlagsbreytingar 1900-1938".
30 Þorsteinn Þorsteinsson, „Raunveruleg laun verkamanna". - Jón Gu
son, „Greiðsla verkkaups". - Guðmundur Jónsson, Hagvöxtur og iðnvxðtnS