Saga - 2000, Page 190
188
GUÐMUNDUR HÁLFDANARSSON
Geertz allt háttemi mannsins sem hann tjáir með táknrænum
hætti undir menningarhugtakið, þ.e.a.s. allt sem menn tjá með
orðum, líkamshreyfingum, hljóðum, myndum, eða á annan tákn-
bundinn hátt, og aðrir menn skilja, telst menning - þannig eru
glæpareyfarar engu síður menningarfyrirbæri en Sjálfstætt fólk,
sama gildir um forgengileg dægurlög og verk meistara sígildrar
tónlistar, eða hrollvekjur og kvikmyndir eftir Ingmar Bergman.
Um leið nær menningarhugtakið langt út yfir það sem nefna má
listir í víðtækasta skilningi þess orðs - allt sem tengist trúarskoð-
unum fólks, samskiptamynstri, menntun, o.s.frv., er einnig menn-
ing og þar með viðfangsefni menningarsögunnar. Skilgreining
Geertz er því mun víðari en hinn hefðbundni skilningur á hugtak-
inu menning, en um leið það þröng að hún útilokar þætti eins og
verkmenningu, matarmenningu og önnur neyslumynstur. Af-
mörkun af þessu tagi virðist skynsamleg, ekki síst vegna þess að
greina þarf menningarsöguna frá bæði hag- og félagssögu, og
verður henni því fylgt í þessu yfirliti yfir rannsóknir í íslenskn
menningarsögu 19. og 20. aldar.
Um leið og svið menningarsögunnar er afmarkað á þennan hátt
er nauðsynlegt að takmarka nokkuð fjölda þeirra verka sem
hér verða tekin til athugunar. Skilin á milli sagnfræði og annarra
tengdra fræðigreina eru afar óljós, enda verður mannleg hegðun
og hugsun aldrei skýrð nema með tilvísun í sögulegan bakgrunn
hennar. Því hafa bókmenntafræðingar skrifað sögu bókmennta,
heimspekingar sögu hugmynda, guðfræðingar sögu trúarhug'
mynda, listfræðingar sögu einstakra listgreina o.s.frv. Hér verður
sjónum fyrst og fremst beint að verkum sagnfræðinga, ella yrði
þessi umfjöllun lítið annað en upptalning ritverka. Þó verður
getið nokkurra helstu yfirlitsverka um einstök svið menningar- og
hugmyndasögunnar eftir því sem við á.
Persónusaga mikilmenna
Það er skemmst frá því að segja að menning og hugmyndastraum-
ar 19. og 20. aldar hafa ekki talist meðal meginviðfangsefna is*
lenskra sagnfræðinga lengst af á 20. öld, þótt greina megi mjog
ákveðinn sögulegan áhuga í umfjöllun iðkenda annarra fraeði-
greina sem fjalla um menningarbundin fyrirbæri, og má þar