Saga - 2000, Síða 191
RANNSÓKNIR í MENNINGAR- OG HUGMYNDASÖGU 19. OG 20. ALDAR 189
nefna bókmennta-, list- og guðfræðinga.4 íslensk bókmenntafræði
sprettur þannig greinilega upp úr bókmenntasögunni, þar sem til-
verugrundvöllur íslenskrar þjóðar var réttlættur með því að hún
® sér glæstar miðaldabókmenntir - þ.e.a.s. framlag bókmennta-
fræðinnar til sköpunar íslenskrar sjálfsvitundar var að sýna fram
á að dulinn þráður tengdi saman bókmenntir þjóðveldisaldar og
"endurreisnarbókmenntir" 19. aldar. Eins hefur kirkjusaga lengi
verið í hávegum höfð meðal guðfræðinga, enda var Magnús Jóns-
s°n prófessor í kirkjusögu fenginn til að skrifa um landshöfðingja-
ffrnann í yfirlitsverkinu Saga íslendinga. Ekki varð menningarsag-
ar> þó algerlega útundan hjá sagnfræðingum á fyrri hluta 20. ald-
ar, en viðfangsefni þeirra voru þó fremur sótt til eldri tíma. Er sem
menning síðustu tveggja aldanna hafi tæpast þótt viðfangsefni
Segunnar fyrr en á síðustu áratugum.5
Sem dæmi um rit um sögu íslenskrar menningar frá fyrra helm-
ln§i 20. aldar má nefna stórvirki Páls Eggerts Ólasonar, prófessors
1 sagnfræði við Háskóla íslands, Menn og menntir siðskiptaaldarinn-
ar f íslandi, sem út kom í fjórum bindum á árunum 1919-26. Þótt
ritið falli utan tímasviðs þessarar úttektar er ekki úr vegi að líta á
Pað sem fulltrúa menningarsögu síns tíma; nálgun Páls og fram-
Setningarmáti sýnir glöggt hvaða augum litið var á menningar-
s°guna á þessum bemskuárum háskólakennslu í sagnfræði. Tvö
^eginstef einkenna frásögn Páls Eggerts af menningu og mennt-
UlTl og 17. aldar; það fyrsta er gríðarleg áhersla hans á persón-
nr, innbyrðis tengsl þeirra, ætt og uppruna, en hið síðara er sterk
Pjóðerniskennd. Að vissu leyti stangast þessi tvö stef á, vegna
Pess að í anda þjóðemisstefnunnar lítur hann ekki fyrst og fremst
Persónumar sem sjálfstæða gerendur heldur fremur sem hold-
4 Nýleg dæmi um slíkar rannsóknir eru bækur bókmenntafræðinganna
Halldórs Guðmundssonar, „Loksins, loksins", Jóns Karls Helgasonar,
Hetjan og höfundurinn og Sveins Yngva Egilssonar, Arfur og umbylting.
Athyglisvert er að sjá að fimm menn sem allir höfðu gegnt prófessorsstöðu
1 sagnfræði við Háskóla fslands voru fengnir til að skrifa um sögu íslands
frá landnámi til byrjunar 19. aldar í yfirlitsverkinu Saga íslendinga (Árni
Pálsson, Barði Guðmundsson, Jón Jóhannesson, Páll Eggert Ólason og Þor-
kell Jóhannesson; af þeim luku aðeins tveir þeir sfðastnefndu sínum verk-
Urn 1 ritröðinni), en við þrjú síðustu bindi ritraðarinnar voru orðaðir kenn-
aramenntaður stjómmálamaður, guðfræðingur og lögfræðingur (Jónas
Jónsson frá Hriflu, Magnús Jónsson og Einar Amórsson) en enginn kenn-
ar> í sagnfræði; sjá Jónas Jónsson, Saga íslendinga VIII:1, bls. IX-XI.