Saga - 2000, Blaðsíða 195
RANNSÓKNIR1 MENNINGAR- OG HUGMYNDASÖGU19. OG 20. ALDAR 193
niá telja helsta fulltrúa hugmyndasögunnar meðal íslenskxa sagn-
^ræðinga, og á það ekki síst við um rannsóknir hans á sögu ís-
lenskrar sagnfræði, áhrifum upplýsingarstefnunnar á íslandi og
viðtökum alþjóðlegra hugmyndastefna á 19. öld.12 í riti sínu
íslenzk sagnfræðijrd miðri 19. öld til miðrar 20. aldar greinir Ingi þró-
un íslenskrar sagnfræði út frá hefðbundnum aðferðum hug-
myndasögunnar, þ.e. gerð er grein fyrir baksviði sagnaritunarinn-
ar, tegundum hennar, söguspekilegum forsendum og síðan er-
lendum áhrifum á íslenska sagnfræði. Upplýsingin, áhrif hennar
á íslenskt samfélag og félagslegar forsendur hennar, er miðlæg
1 skrifum Inga, en hann hefur hvort tveggja í senn bent á upp-
runa hennar á hinu dansk-þýska menningarsvæði og greint
eðli hennar og áhrif á íslenska fræðsluhefð allt fram á 20. öld (sbr.
Upplýsing og saga, Upplýsingin á íslandi, Hugmyndaheimur Magnús-
ar Stephensens og „Arfleifð upplýsingarinnar og útgáfa fræðslurita
á íslenzku"). Nálgun Inga mótast af hefð sem bandaríski sagn-
fræðingurinn Robert Damton hefur nefnt „eiginlega hugmynda-
sögu" („intellectual history proper"), en það sem einkennir hana,
segir Darnton, er áhersla á óformlega hugsun, andrúmsloft skoð-
ana og bókmenntastefnur.13
Loftur Guttormsson nálgast sögu uppeldis og menntunar frá
nokkuð öðrum sjónarhóli, en aðferðir hans standa félagssögunni
mjög nærri. Að nokkru leyti má greina í skrifum hans ákveðin
áhrif frá hinni frönsku hugarfarssögu („l'histoire des méntalités ),
en franski sagnfræðingurinn Jacques Le Goff segir hugarfarssögu
íjnlla um „daglegt líf og hið ósjálfráða, það sem er hulið einstak-
hngum í sögunni vegna þess að það birtir hina ópersónulegu
þætti hugsunar þeirra, það sem Sesar og lægst setti hermaðurinn
1 herdeildum hans, heilagur Lúðvík og bóndinn á landareignum
hans, Kristófer Kólumbus og sjómaðurinn á skipum hans eiga í
sarneiningu."14 Því fer þó fjarri að Loftur fylgi hinni frönsku hug-
arfarssögu í einu og öllu, þar sem hún leggur áherslu á þá þætti
menningarinnar sem háir og lágir eiga sameiginlega, á meðan
Loftur hefur mun meiri áhuga á menningarátökum hárra og lágra,
12 Doktorsritgerð Inga, „The Histiorical Works of Jón Espólín and his
Contemporaries" frá árinu 1972, markar stefnu hans að þessu leyti.
^ Darnton, „Intellectual and Cultural History", bls. 337.
^ J- Le Goff, „Les mentalités. Une histoire ambigué", bls. 80. Sbr. Einar Már
Jónsson, „Hugarfarssaga".
13~Saga