Saga - 2000, Side 200
198
GUÐMUNDUR HÁLFDANARSSON
módernískt orðalag; annars vegar þá sem birtist í opinberum
gögnum og stefnu yfirstétta, og hins vegar menntahugmyndir og
-þrá alþýðufólks eins og hún birtist í persónulegum gögnum
bræðranna Halldórs og Níelsar Jónssona, sem fæddir voru á
Ströndum snemma á áttunda áratugi 19. aldar. Bókin gengur út
frá því að „hver einstaklingur hafi ákveðið frelsi innan ramma
samfélagsins til hugsunar og athafna" og því sé „útilokað ... að fá
yfirgripsmikinn skilning á uppbyggingu þjóðfélags nema smæstu
einingar þess séu grandskoðaðar".26 Með því að nota dagbækur,
bréf, sjálfsævisögur og önnur skrif þeirra Halldórs og Níelsar
kemst Sigurður Gylfi fram hjá þeirri aðferðafræðilegu gryfju sem
Ginzburg verður að glíma við, þ.e. hann skoðar hugarheim þeirra
sem hann rannsakar í gegnum texta sem þeir skapa sjálfir fremur
en fulltrúar yfirstéttarinnar. Aftur á móti hlýtur hann að beygja sig
undir þá staðreynd að sagnfræði hans er túlkun sagnfræðings á
texta þeirra Halldórs og Níelsar, og mótast því óhjákvæmilega af
þeim viðhorfum og orðræðuhefð sem hann sjálfur hefur alist upp
í, meðtekið og tamið sér. Þannig þarf líf Halldórs og Níelsar ekki
að hafa verið „tragískt", eins og Sigurður Gylfi gerir ráð fyrir,"
þótt þeim hafi ekki staðið til boða að ganga menntaveginn, enda
er ekld að sjá að þeir bræður hafi hugleitt í alvöru þann möguleika
að ganga í skóla. f ljósi samfélags á ofanverðri 20. öld er menntun-
arskortur þessara bráðskörpu bræðra því vissulega harmrænn, en
svo er tæpast ef miðað er við samfélagslegar aðstæður og hefðir
við lok 19. aldar.
Eitt stærsta vandamál einsögunnar snýr að sambandi einstak-
lingsins við þann hóp sem hann telst fulltrúi fyrir. Líkt og
Eggert leit á einstaklinga sína sem fulltrúa fyrir íslenskan þjóðar-
anda verða þeir Halldór og Níels fulltrúar fyrir íslenska alþýdu
hjá Sigurði Gylfa.28 Á þann hátt gæðir harm þá merkingu umfram
þeirra eigin tilveru - þeir verða annað og meira en stakur ljús'
bjarmi í myrkri fortíðar. Slík skref frá hinu einstaka til hins al
menna eru þó ávallt vandstigin, vegna þess að bæði er erfitt a
25 Sbr. Sigurður Gylfi Magnússon, Menntun, ást og sorg, bls. 23-31, „Félag6(
sagan fyrr og nú", bls. 33-45, og Sigrún Sigurðardóttir, „Tilbrigði við forb' ■
26 Sigurður Gylfi Magnússon, Menntun, ást og sorg, bls. 16-17.
27 Sama rit, bls. 283-86.
28 Sbr. Sigurður Gylfi Magnússon, „Félagssagan fyrr og nú", bls. 43-44-