Saga - 2000, Page 212
210
VALURINGIMUNDARSON
sonar, forsætisráðherra. Sagnfræðingar og aðrir fræðimenn hafa
því oft þurft að reiða sig á erlend gögn til að fylla upp í eyðurnar.
Þegar sagnfræðingar fengu aðgang að erlendum skjalaheimild'
um, einkum í Bretlandi og Bandaríkjunum, í upphafi 8. áratugaf'
ins, efldust rannsóknir á þessu sviði. í bók sinni ísland á brezku
valdsvæði 1914-1918, sem kom út árið 1980, fjallaði Sólrún B. Jens-
dóttir sagnfræðingur um áhrif Breta á íslandi í fyrri heimsstyrjöld-
Hún svipti hulunni af leynisamningnum íslendinga og Banda-
manna meðan á heimsstyrjöldinni stóð og sýndi fram á, að Bretar
hefðu haft öll ráð íslenskrar utanríkisverslunar í hendi sér, þdd
landið lyti enn danskri stjórn að forminu til. Sólrún reisti rit sitt
á breskum skjölum, einkum gögnum utanríkisráðuneytisins, en
einnig dönskum og íslenskum. Hún hafði áður skrifað greinar um
aðdragandann að lýðveldisstofnun, þar sem hún fjallaði sérstak-
lega um afstöðu Breta til sambandsslita við Dani, en einnig Banda-
ríkjamanna og Norðurlandanna.3 4 Hér er um að ræða diplómat'
íska sögu, þar sem áhersla er lögð á þjóðríkið og sjónarmið ráða-
manna. Þór Whitehead, prófessor í sagnfræði við Háskóla íslands
hafði þegar í grein árið 1973 fjallað um afstöðu Bandaríkjamanna/
Sovétmanna og Breta til lýðveldisstofnunarinnar og gert grein f}'rj
ir helstu stjórnmála- og lagarökum, sem beitt var í þessu máli-
doktorsritgerð sinni frá árinu 1978 gerði hann úttekt á stöðu Is
lands og samskiptum við stórveldin í seinni heimsstyrjöld. Hér er
um mjög viðamikið verk að ræða, sem ber heitið „Iceland during
the Second World War." Það varð síðan stofn að ritröð hans ísla^
í seinni heimsstyrjöld, og eru fjögur bindi þegar komin út. RaU,
þráðurinn í þessu grundvallarriti eru tengsl utanríkisverslunar i
lands og hernaðarmikilvægis landsins fyrir stórveldin. Þar fjallar
Þór ítarlega um áhuga þýskra ráðamanna á landinu og athafnifer
indreka þeirra hér, afstöðu íslenskra stjómmálamanna og -flokk3
sem og almennings til stórveldanna, túlkun á hlutleysisstefnu
lands, mikilvægi viðskiptasamninga við Breta og hernám þe’rr^
Þetta er frumrannsókn í pólitískri sögu, enda þótt Þór styðjistv
eldri íslenskar heimildir um styrjöldina. Ritröðin er skrifuð m
það í huga að eiga greiðan aðgang að almenningi, enda segist P
3 Sólrún B. Jensdóttir, „The 'Republic of Iceland' 1940-1944", bls. 27-
Sama, „Áform um lýðveldisstofnun 1941-1942", bls. 175-96.
4 Þór Whitehead, „Stórveldin og lýðveldið, 1941-1944", bls. 202-41-