Saga - 2000, Page 214
212
VALURINGIMUNDARSON
Þótt sagnfræðingar hafi vissulega haft mismunandi skoðanir á
utanríkisstefnu íslands lögðu þeir ekki mikla rækt við þessa undir-
grein sagnfræðinnar á 8. og 9. áratugnum. Þó kom út ritgerðarsafn
nemenda í námskeiði Gunnars Karlssonar, prófessors í sagnfræði
við Háskóla íslands, um kalda stríðið árið 1980, þar sem fjallað var
m.a. um þau samtök, sem stofnuð voru til stuðnings eða andstöðu
við utanríkisstefnu íslands, eins og Samtök um vestræna sam-
vinnu og Samtök herstöðvaandstæðinga.8 En fyrir utan verk Þórs
Whiteheads kom það að miklu leyti í hlut annarra en sagnfræð-
inga að rannsaka þessi mál. Hér má t.d. geta greinar Ingimundar
Sigurpálssonar, viðskiptafræðings, um efnahagsáhrif Keflavíkur-
stöðvarinnar frá árinu 1976.9 Fram að því hafði engin fræðileg
rannsókn verið gerð á þessum mikilvæga þætti efnahagsþróunar
á íslandi fyrir utan greinargerðir embættismanna frá 6. og 7. ára-
tugnum. Árið 1976 kom síðan út bók þeirra Baldurs Guðlgugs-
sonar og Páls Heiðars Jónsson 30. marz 1949. Innganga íslands i
Atlantshafsbandalagið og óeirðirnar d Austurvelli, sem fjallar um
átökin við Alþingishúsið þetta örlagaríka vor. Bókin er að mestu
byggð á opinberum heimildum og viðtölum. Ekki voru allir á eitt
sáttir um túlkun þeirra dramatfsku atburða, enda eitt helsta deilu-
málið í sögu lýðveldisins.10 En þótt hvorugur höfundanna væn
sagnfræðingur varpaði bókin engu að síður ljósi á markmið þátt-
takenda, þær hugmyndir, sem þeir gerðu sér um fyrirætlanir póli'
tfskra andstæðinga og það heiftúðuga andrúmsloft, sem ein-
kenndi íslenska pólitík á þessum tíma.
Árið 1980 setti stjórnmálafræðingurinn Elfar Loftsson fram aðra
söguskoðun en Þór Whitehead í doktorsritgerð sinni, Island 1
NATO - partierna och fórsvarsfrdgan, og greinum um íslensk utan-
ríkismál á fyrstu árunum eftir stríð. Elfar nálgaðist viðfangsefnið
frá sjónarhomi endurskoðunarhyggju. Lagði hann áherslu á af'
skipti bandarískra stjórnvalda af íslenskum stjómmálurn °S
tengsl ráðamanna við bandaríska embættismenn á grundvelh
andkommúnískrar hugmyndafræði.11 Bandaríkjamenn hefðu ýk*
þá hættu, sem stafaði af sósíalistum, og virt samskiptareglur þjóða
8 Sex ritgerðir um herstöðvamál. Ritstjóri Jón Guðnason.
9 Ingimundur Sigurpálsson, „Herinn og hagkerfið", bls. 23-38.
10 Gunnar Karlsson, „Athugun á hlutdrægni", bls. 143-53.
11 Sjá Elfar Loftsson, „The Disguised Threat", bls. 225-38.