Saga - 2000, Page 218
216
VALURINGIMUNDARSON
Landhelgismál og þorskastríð
Sagnfræðingar hafa fjallað nokkuð ýtarlega um landhelgismálið,
þótt heimildaskortur hamli rannsóknum á þorskastríðunum á 8.
áratugnum. Árið 1976 kom út bók Bjöms Þorsteinssonar, sagn-
fræðings, Tíu þorskastríð 1415-1976, en hér er um að ræða yfirlit
yfir landhelgisdeilur íslendinga við aðrar þjóðir. Jón Þ. Þór, sagn-
fræðingur, hefur einnig skrifað mikið um efnið. Doktorsritgerð
hans, British Trawlers and lceland 1919-1976, fjallar um breska
togara á íslandsmiðum, en áður hafði hann gert grein fyrir þróun
landhelgismálsins á seinni hluta 19. aldar og fyrri helmingi
þeirrar tuttugustu. Setja verður landhelgismálið í samhengi við
þróun hafréttarmála og alþjóðalaga. Því þarf ekki að koma á
óvart, að lögfræðingar og/eða embættismenn, eins og þeir Hans
G. Andersen, Hafþór Guðmundsson, Gunnlaugur Þórðarson,
Davíð Ólafsson, Pétur Thorsteinsson og Hannes Jónsson skuli
hafa lagt mikið af mörkum til þessara rannsókna. í bók sinni
Friends in conflict. The Anglo-Icelandic cod wars and the law ofthe sea
gerir Hannes, sem hafði afskipti af landhelgismálinu sem sendi-
herra og í tíð sinni sem blaðafulltrúi ríkisstjórnar Ólafs Jóhannes-
sonar 1971-74, grein fyrir útfærslum fiskveiðilögsögunnar i
tengslum við innlenda stjórnmálastrauma og þróun hafréttarmála
á alþjóðvettangi. Hér er um að ræða yfirgripsmikla umfjöllun um
landhelgisdeilumar 1952-76. Skiptar skoðanir eru um þá pólitísku
túlkun, sem liggur ritinu til gmndvallar. Hannes heldur því t.d-
fram, að samingur íslendinga og Breta árið 1961 um lausn land-
helgisdeilunnar hafi verið nauðungarsamningur. Hins vegar telur
Davíð Ólafsson, fyrrverandi fiskimálastjóri, að svo hafi ekki verið-
Á síðasta ári kom út rit Davíðs, Saga landhelgismálsins, og fjallar
það um baráttuna fyrir 12 mílna landhelginni. Þetta er viðamikil
rannsókn, sem reist er á breskum og íslenskum fmmheimildurn,
auk minnisblaða Davíðs sjálfs sem þátttakanda í samningavið-
ræðunum við Breta. Davíð auðnaðist ekki að ljúka við bókina áður
en hann lést, en Sumarliði ísleifsson, sagnfræðingar, bjó hana d
prentunar. Davíð deilir hart á afstöðu Sósíalistaflokksins og Al'
þýðubandalagsins í landhelgismálinu og einkum þátt Lúðvíks
Jósepssonar, sem var sjávarútvegsráðherra á ámnum 1956-58.
16 Davíð Ólafsson, Saga landhelgismálsins, bls. 471-72. Sjá einnig Lúðvík Jóseps
son, Landhelgismdlið í 40 ár.