Saga - 2000, Page 220
218
VALURINGIMUNDARSON
gegndi veigamiklu hlutverki í tengslum við tæknilega útfærslu
Marshall-aðstoðarinnar hér og fer lofsamlegum orðum um hana,
eins og Þórhallur Ásgeirsson. Benjamín er gagnrýninn á grein
Gunnars og telur, að Bandaríkjamenn hafi þrátt fyrir sameiginlega
varnarhagsmuni viljað efla íslenskt atvinnulíf, sem hefði verið
frumstætt á þessum tíma. í bók minni í eldlinu kalda stríðsins legg
ég mesta áherslu á pólitísk markmið Marshall-aðstoðarinnar og
áhrif hennar á þau stjórnmálaöfl, sem voru hliðholl samvixmu við
vestræn riki og eins þau, sem börðust gegn henni, eins og Sósíalista-
flokkinn.
Stjórnmálafræðingar, hagfræðingar, lögfræðingar og embættis-
menn hafa nær eingöngu sinnt rannsóknum á Evrópusamvinn-
unni og afstöðu íslands til Efnahagsbandalags Evrópu, Evrópu-
bandalagsins og Evrópusambandsins. Flest þau rit, sem birst hafa
um þessi mál, hafa verið við bundin við síðustu tvo áratugina,19en
það eru undantekningar frá því. í bók Einars Bendiktssonar, Ket-
ils Sigurjónssonar og Sturlu Pálssonar, Upphaf Evrópusamvinnu ís-
lands er m.a. brugðið upp sögulegri mynd af aðdragandanum að
þátttöku íslands í evrópsku efnahagssamstarfi, þróun landhelgis-
málsins og umræðum um það á vettvangi evrópskra stofnana,
eins og Efnahagssamvinnustofnunar Evrópu, OEEC, á 6. ára-
tugnum, haftabúskapnum og þróun utanríkisviðskipta fram á 7.
áratuginn. Sigurður Snævarr, hagfræðingur, hefur fjallað um
stöðu íslands gagnvart alþjóðastofnunum á 5. og 6. áratugnum og
lagt áherslu á að íslensk stjórnvöld hafi vikið í mikilvægum atrið-
um frá skuldbindingum gagnvart alþjóðsamningum, sem þau
voru aðilar að. Þeir Sigurður og Guðmundur Jónsson, sagnfræð-
ingur, eru þátttakendur í norrænu samstarfsverkefni um efna-
hagssamvinnu Evrópuríkja á 6. áratugnum með sérstakri áherslu
á fríverslunaráætlun OEEC og mun það án efa efla rannsóknir á
þessu sviði. Hins vegar hefur nær ekkert verið fjallað um ísland
og Norðurlandasamvinnuna fyrir utan bók Sigrúnar Davíðsdóttur
um handritamálið.
19 Sjá t.d. Hannes Jónsson, Evrópumarkaðshyggjan. Hagsmunir og valkostir ís-
lands og Ólaf Þ. Stephensen, Áfangi d Evrópufór.