Saga - 2000, Page 222
220
VALURINGIMUNDARSON
bili. Jón Ólafsson hefur fjallað ítarlega um samskipti íslenskra
kommúnista og sósíalista við Sovétríkin í greinum og í bók sinni
Kæru félagar, sem kom út árið 1999. Hann leggur áherslu á að
sovéttengslin hafi ekki aðeins verið flokknum styrkur í stjórn-
málabaráttunni innanlands, heldur hafi þau endurspeglað náin
hugmyndafræðileg bönd, sem mynduðust á Komintern-tímanum.
Hann telur, að Komintern hafi haft mikil áhrif á stefnu kommún-
ista á 4. áratugnum, en vill ekki ganga svo langt að segja að
flokknum hafi beinlínis verið fjarstýrt frá Moskvu á því tíma-
bili. íslenskir sósíalistar hafi þó áfram sóst eftir ráðgjöf og fyrir-
greiðslu Kommúnistaflokks Sovétríkjanna næstu áratugi. Jón set-
ur fram þá tilgátu, að fjárhagsstuðningur sovéska kommúnista-
flokksins, sem eyrnamerktur var Sósíalistaflokknum, hafi runnið
til Máls og menningar, en bókaforlagið var í miklum fjár-
hagskröggum á 6. áratugnum. Enn hafa þó engar skjalfestar upp-
lýsingar komið fram um hvað varð af þessum fjármunum. Á síð-
asta ári kom út bókin Moskvuhnan eftir Amór Hannibalsson,
heimspeking, og fjallar hún einnig um tengsl íslenskra kommún-
ista við Sovétríkin, einkum á Komintern-tímanum. í ritinu, sem er
að mestu reist á sovéskum skjalaheimildum, leggur Amór áherslu
á að forystumenn kommúnista á íslandi hafi hagað pólitísku starfi
sínu í samræmi við fyrirmæli frá Moskvu. Hann gerir auk þess
mikið úr stuðningi íslenskra rithöfunda, einkum Halldórs Laxness,
við stalínismann og ber þá þungum sökum.
Ævisögur og endurminningar stjórnmálamanna og fræðirit
embættismanna hafa sett mikinn svip á umfjöllun um utanríkis-
stefnu íslands á þessari öld. Tvö gmnnrit hafa komið út um þetta
efni: Annað er áðurnefnt rit Agnars Klemensar Jónssonar um
stjómarráðið og hitt verk Péturs Thorsteinssonar, Utanríkisþjónusta
íslands og utanríkismál. Ekki fer mikið fyrir sögutúlkunum í þess-
um ritum, en þau em mjög fróðleg og gagnleg, enda reist á frum-
heimildum. Rit Péturs hefur t.d. að geyma mikið magn af nýjum
upplýsingum um þróun utanríkismála á 6. áratugnum. Að því er
varðar æviminningar stjómmálamanna verður að segja, að þær
eru æði misjafnar að gæðum. Oft hafa stjórnmálamennirnir ekki
kynnt sér fmmheimildir til að styðja frásögnina og fyrir bragðið
em þær margar efnisrýrar, þótt til séu undantekningar, eins og ævi-
saga Matthíasar Johannessen um Ólaf Thors. Þessi tegund rita hef-
ur oft reynst sagnfræðingum vel, en taka verður þau með fyrir-