Saga - 2000, Page 223
SAGA UTANRÍKISMÁLA Á 20. ÖLD
221
vara vegna þess, að þau eru skrifuð undir pólitískum formerkjum.
Samt er engin ástæða til að gera lítið úr framlagi stjómmálamanna
til sögu utanríkismála. Stjómmálamenn, eins og þeir Bjami Bene-
diktsson, Stefán Jóhann Stefánsson, Einar Olgeirsson, Eysteinn
Jónsson, Emil Jónsson, Bernharð Stefánsson, Lúðvík Jósepsson,
Gylfi Þ. Gíslason, Kristinn Guðmundsson og Þórarinn Þórarins-
son hafa skrifað greinar og/eða fræðirit um utanríkismál. Bjöm
Bjamason hefur einnig verið mjög afkastamikill í greinaskrifum
sínum um þróun íslenskra utanríkismála frá stríðslokum, en hann
nálgast þau frá sjónarhóli raunsæishyggju. Benedikt Gröndal
hefur skrifað fjórar bækur um öryggismál, sem endurspegla að
mörgu leyti tíðaranda kalda stríðsins. Þá hafa erlendir fræðimenn
og embættismenn, eins og t.d. þeir Olav Riste, Michael T. Corgan,
Donald F. Bittner, Winfried Heinemann og Donald E. Nuechterlein,
lagt sitt af mörkum til rannsókna á utanríkismálum, þótt áhrif
þeirra á sagnaritun séu fremur takmörkuð.
Þegar litið er yfir farinn veg má fullyrða, að þrennt hafi einkennt
fræðilega umfjöllun um utanríkismál á 20. öld. í fyrsta lagi hafa
virk skoðanaskipti, mismunandi sögutúlkanir og erlendir kenn-
ingarstraumar nær eingöngu náð til öryggis- og vamarmála, eink-
um á kaldastríðstímanum. Á öðmm sviðum hefur farið mun
minna fyrir henni, eins og t.d. í tengslum við þátttöku í Evrópu-
samvinnunni eða samskiptin við Norðurlöndin, enda em sagn-
fræðirannsóknir á því sviði komnar mjög skammt á veg. f öðm
lagi verður að setja söguritun um utanríkismál í samhengi við þá
skörpu þjóðfélagsumræðu, sem fór fram um þau til loka kalda
stríðsins - og gerir reyndar enn. í þriðja lagi hafa aðrir en sagn-
fræðingar haft veruleg áhrif á umfjöllun um utanríkismál. Hér
vegur hlutur stjórnmálafræðinga þyngst í sagnaritun, en stjórn-
málamanna og embættismanna í heimildaöflun og -notkun.
Enginn vafi er á því að skilyrði til rannsókna á utanríkismálum
þjóðarinnar hafa batnað á undanfömum ámm. Nýju upplýsinga-
lögin hafa mjög auðveldað fræðimönnum aðgang að skjalaheim-
ildum. Enn á eftir að kanna margt á þessu sviði. Vonandi verður
það gert með því að tengja saman nýjar aðferðir og viðfangsefni,
eins og landfræði-pólitík, hagþróun, hugmyndafræði, málfar,
stéttahagsmuni og menningu. Það mundi ekki aðeins dýpka sagn-
fræðilega umfjöllun um utanríkismál, heldur einnig þjóðfélags-
umræðuna um þau.