Saga - 2000, Page 242
240
MARGRÉT GUÐMUNDSDÓTTIR
verkið sem spannar sögu íslenskrar kvenréttindabaráttu, kom
ekki út fyrr en árið 1993. Fram til þessa hafa flestir kosið að rann-
saka formleg réttindi kvenna en minna borið á tilraunum til að
meta áhrif þeirra og völd. Sagnfræðingar hafa nær alveg leitt hjá
sér að kanna þátttöku kvenna í stjómmálum líðandi aldar þótt
einstaka undantekningar séu frá þeirri reglu.36 Auður Styrkárs-
dóttir stjómmálafræðingur á heiðurinn af viðamestu rannsóknum
á stjórnmálahreyfingu íslenskra kvenna.37 Á tíunda áratugnum
hefur sjónum einnig verið beint að óformlegum valdaleiðum
kvenna og reynt að meta áhrif þeirra á mótun heilbrigðis- og fé-
lagsmála.38 Agnes S. Amórsdóttir hefur einnig rannsakað völd og
áhrif kvenna á miðöldum. í bókinni Konur og vígamenn leitast hún
við að kanna hlut kvenna í átökum og pólitískri valdabaráttu á 12.
og 13. öld. Verk Agnesar varpaði ekki aðeins nýju ljósi á sögu for-
mæðranna heldur sætti umfjöllun hennar um valdahugtakið tíð-
indum innan sagnfræðirannsókna hér á landi.
Innan íslenskra kvennasögurannsókna hefur ekkert svið verið
jafnvel kannað og vinna kvenna og er þá bæði átti við launavinnu
og heimilisstörf. Sigríður Th. Erlendsdóttir reið á vaðið eins og
fyrr er getið en Þómnn Magnúsdóttir fylgdi fljótlega í fótspor
hennar og ritaði í upphafi aðallega um konur sem stundað höfðu
sjómennsku.39 í brautryðjandaverkum Sigríðar var fjallað almennt
um störf kvenna í Reykjavík en sporgöngumennimir völdu flestir
þann kost að kanna ákveðnar starfsstéttir. Framan af beindist
áhuginn einkum að vinnu ófaglærðra en um miðjan áttunda ára-
tuginn var farið að rita meira um faglærðar kvennastéttir. Þeir sem
rannsakað hafa störf kvenna hafa skrifað um vinnukonur, sjókon-
ur, verkakonur, ljósmæður, saumakonur, húsmæður, rjómabústýr-
ur, verslunarkonur, kennara, hjúkmnarkonur og matseljur.40
36 Sjá t.a.m. Kristín Ástgeirsdóttir, ,,„Sú pólitíska synd", Um kvennaframboð
fyrr og nú" og Steinunn Þorsteinsdóttir, „Pilsaþytur í Firðinum. Kvenfélag
Alþýðuflokksins í Hafnarfirði 1937-1987".
37 Auður Styrkársdóttir, Kvennaframboðin 1908-1926 og Barátta um vald.
Konur í bæjarstjórn Reykjavíkur 1908-1922.
38 Margrét Guðmundsdóttir, „Verðir heilbrigðinnar. Hjúkrunarfélagið Lfkn
1915-1935" og Aldarspor. Hvítabandið 1895-1995.
39 Þórunn Magnúsdóttir, „Sjókonur á átjándu og mtjándu öld", „Sjósókn
sunnlenskra kvenna frá verstöðvum í Ámessýslu 1697-1980" og Sjókotiur
áíslandi 1891-1981.
40 Nokkrar helstu rannsóknir sem benda má á eru um: 10 vinnukonur
(Sigríður Th. Erlendsdóttir og Sigríður H. Jörundsdóttir), sjókonur (Þór-