Saga - 2000, Page 254
252
FRIÐRIK G. OLGEIRSSON
unarstaðarins. Hafa flest byggðarsögurit eftir það orðið til vegna
stórafmæla og af formála rits eins fyrstu byggðarsöguritaranna að
dæma, Sigurðar Skúlasonar mag. art., var fyrirmyndin sótt til út-
landa.4
Bók séra Bjama skiptist í 16 kafla, auk inngangs. Lengsti kafli
bókarinnar, næstum 70 síður af 134, er bændatal í Siglufirði og
Héðinsfirði eins langt aftur og höfundur hefur heimildir um en
aðrir kaflar eru flestir aðeins ein til tvær blaðsíður. Saga kaup-
túnsins er því ekki mikil að vöxtum. Að bændatalinu slepptu
skipuleggur höfundur verkið á þann hátt að hann fjallar um sögu
Siglufjarðar á ámnum 1818-1918 eftir málaflokkum. Einn kafli er
um verslun, annar um skólamál, sá þriðji um sjávarútveg, fjórði
um slysfarir og harðindi o.s.frv. Höfundur er í sæti sögumanns,
hann er að segja sögu en hann skýrir hvorki né skilgreinir. Hann
notar engar tölur og hann greinir ekki frá heimildum sínum. Hann
lætur hins vegar þrjá uppdrætti af verslunarstaðnum fylgja með,
frá árinu 1868,1888 og 1918, sem sýna vel þróun byggðarinnar og
mikla fjölgun húsa á Siglufirði. Að öðm leyti gerir höfundur ekki
tilraun til þess að rekja upphaf og þróun kauptúnsins, þ.e. hann
segir ekki sögu húsanna. Sú ritunaraðferð sem séra Bjarni viðhafði
við verk sitt hefur verið kennd við þemavinnu eða málefnasnið.
Það tímabil sem skrifa á um er tekið sem ein heild en skipt í kafla
eftir málaflokkum. Þessi aðferð hefur verið notuð alla öldina en
vikið að miklu leyti á síðustu áratugum fyrir annarri aðferð, tíma-
sniðsaðferð, eða blöndu þessara tveggja aðferða.
Næstur til þess að semja og gefa út rit í flokki byggðarsögu var
Klemens Jónsson landritari og síðar ráðherra. Árið 1929 kom út
eftir hann Saga Reykjavíkur í tveimur bindum. Hún var um margt
frábmgðin bók klerksins og keimlíkari ritum nútíma byggðar-
sögufræðimanna. Klemens fjallar um sögu Reykjavíkur frá land-
námi til ársins 1926 og beitir þeirri aðferð að hann skiptir sögunni
í fimm tímabil og fjallar svo um hvert þeirra í sérstökum kafla.
Fjallað er um fyrstu þrjú tímabilin í fyrra bindi: 874—1752,1752-86
og 1786-1846 en tvö þau seinustu, 1846-72 og 1872-1926, í seinna
bindinu. Með þessari aðferð kynnir Klemens til sögunnar þá að-
ferð í íslenskri byggðarsögu sem kennd er við tímasnið. Viðfangs-
4 Sigurður Skúlason, Saga Hafnarfjarðar, bls. 5.