Saga - 2000, Page 269
JÓN Þ. ÞÓR
Lúðvík Kristjánsson
2. september 1911 - 1. febrúar 2000
In memoriam
Aldursforseti íslenskra sagnfræðinga, dr. Lúðvík Kristjánsson, lést
hinn 1. febrúar síðastliðinn á 89. aldursári. Með honum er genginn
eirtn merkasti og afkastamesti fræðimaður íslenskur á 20. öld, mað-
ur, sem markaði djúp spor í rannsóknir á íslenskri sögu og þjóðfræð-
um. Þau spor munu verða æ gleggri er tímar líða og fræðimenn átta
sig betur á því, hve miklum fróðleik hann bjargaði frá gleymsku.
Lúðvík fæddist í Stykkishólmi 2. september 1911 og ólst þar
upp. Hann var Snæfellingur í marga ættliði og átti traustan frænd-
garð þar vestra. Heimahagamir vom honum kærir og snæfellskur
uppmninn mótaði fræðimennsku hans og helstu viðfangsefni.
Rannsóknir á vermennsku og sjósókn á Snæfellsnesi á öldum áður
urðu kveikjan að þekktasta verki hans, íslenzkum sjávarháttum, og
annað helsta rannsóknarverk hans, Vestlendingar, fjallar um sögu
Snæfellinga, Breiðfirðinga og Vestfirðinga á 19. öld.
Foreldrar Lúðvíks vom hjónin Kristján Ámason, sjómaður frá
Jaðri í Ólafsvík, og Súsanna Einarsdóttir. Áhuginn á íslenskri sögu
og fræðum virðist hafa verið kynfylgja Lúðvíks úr móðurætt, en
ahugann á sjósókn og nýtingu sjávamytja hefur hann að líkindum
hlotið í föðurarf. Súsanna móðir hans var af þekktri fræðimanna-
ætt. Faðir hennar var Einar Þorkelsson, skrifstofustjóri Alþingis.
Hann var bróðir Jóns Þorkelssonar þjóðskjalavarðar, sem á sinni
h'ð var einn þekktasti og stórvirkasti fræðimaður íslenskur. Sonur
hans var Guðbrandur Jónsson prófessor, og móðursystir Lúðvíks
er Ólafía Einarsdóttir, fyrrverandi prófessor við Hafnarháskóla.
Kristján, faðir Lúðvíks, lést árið 1921, en móðir hans giftist aftur
og átti þrjú börn í því hjónabandi. Efni heimilisins vom löngum af
skomum skammti og því varð Lúðvík snemma að hjálpa til með
vinnu, svo sem títt var um börn á þeim tíma. Heimildum ber hins
vegar saman um, að þegar á unga aldri hafi gætt áhuga hans á
sögu og þjóðlegum fróðleik, og hugur hans snemma staðið til