Saga - 2000, Page 270
268
JÓN Þ. ÞÓR
náms. Þar settu takmörkuð efni honum þó þröngar skorður, og
leið ekki á löngu, uns honum varð ljóst, að skólagöngu sína yrði
hann að kosta sjálfur. Af þeim sökum réð hann sig á skútu vestur
á fjörðum sumarið 1926, síðasta árið sem þilskip voru gerð út þar
vestra. Aflabrögð munu þó hafa orðið rýr og eftir þeim fór vertíð-
arkaupið. Þá vildi það Lúðvík hins vegar til happs, að í ljós kom
að amma hans, Jóhanna Jónsdóttir, hafði arfleitt hann að 500 krón-
um. Arfinn notaði Lúðvik til þess að kosta nám í Flensborgarskól-
anum í Hafnarfirði, en þótt 500 krónur væru allnokkurt fé á þess-
um tíma, dugðu þær engan veginn til að kosta skólagönguna og
varð pilturinn að vinna baki brotnu sumar hvert. Þá réð hann sig
m.a. sem háseta á Hellyerstogarann King's Grey, sem gerður var
út frá Hafnarfirði, og var á honum sumarið 1928. Dvölin þar um
borð átti eftir að verða býsna afdrifarík fyrir ævistarf hans, eins og
nánar verður vikið að síðar.
Lúðvík Kristjánsson lauk gagnfræðaprófi frá Flensborgarskól-
anum í Hafnarfirði vorið 1929, og veturinn 1929-30 stundaði hann
bamakennslu í Fróðárhreppi. Kennslan mun hafa fallið honum
vel og haustið 1930 settist hann í 2. bekk Kennaraskóla íslands.
Þaðan lauk hann kennaraprófi vorið 1932 og var þar með lokið því
sem kalla má reglulega skólagöngu hans. Hugur hans stóð þó til
frekari þekkingaröflunar og vetuma 1932-34 sótti hann fyrirlestra
í íslenskum fræðum við Háskóla íslands. Það nám gat þó ekki leitt
til prófgráðu, þar eð hann hafði ekki tekið stúdentspróf.
Alltaf getur vafi leikið á því, hvenær telja eigi að hugmyndin að
fræðilegu stórvirki fæðist, en svo skemmtilega vill til, að við vit-
um hvenær og hvemig ritun íslenzkra sjávarhátta bar fyrst á góma.
í eftirmála I. bindis, sem út kom árið 1980, sagði Lúðvík svo frá:
Kveikjuna að því [þ.e. íslenskum sjávarháttum] má rekja aftur til
ársins 1928, þegar ég seytján ára unglingur hafði ráðið mig á
togara. Þá var það eitt sinn á trollvakt, að skipsfélagi minn,
greindur vel og lesinn, hóf máls á því, hversu nauðsynlegt
væri að bjarga frá gleymsku lýsingu á lífi og háttum þeirra
fiskimanna, sem sótt hefðu sjó á árabátum, ferðast á milli
landsfjórðunga og búið í verbúðum. Sjálfur hafði hann reynslu
af þeirri sjómennsku. Síðar varð margt til þess, að ábending
skipsfélaga míns frá vordögunum 1928 blundaði með mér.1
1 íslenzkir sjávarhxttir I, bls. 471.