Saga - 2000, Page 272
270
JÓN Þ. ÞÓR
um 1933 og 1934 og á næstu árum skrifaði haxm ýmsar greinar um
sögu íslands og þjóðlegan fróðleik. Birtust þær í Lesbókinni og
ýmsum tímaritum, sem þá voru gefin út.
Árið 1937 urðu tímamót á starfsferli Lúðvíks. Þá var hann ráð-
inn ritstjóri Ægis, tímarits Fiskifélags íslands, og gegndi því starfi
allt til 1954. í Ægi skrifaði hann fjölmargar greinar og eru sumar
þeirra gagnmerkar frá fræðilegu sjónarmiði. Þessar greinar skrif-
aði hann undir nafni, en jafnframt skrifaði hann margt í ritið sem
ritstjóri og oft kom það fyrir, að hann skrifaði mestan hluta blaðs-
ins sjálfur. Var það mikið verk, en þó stundaði hann framan af
kennslu samhliða ritstjórninni. Þetta tvennt virðist þó ekki hafa
dugað til að svala fýsn hans til fróðleiks og skrifta því á þessum
árum skrifaði hann margar greinar í ýmis önnur blöð og tímarit og
leið vart svo ár að hann sendi ekki frá sér a.m.k. eina til tvær grein-
ar. Flestar voru þær um sögu sjávarútvegs og siglinga, en þó
nokkrar um önnur efni. Samhliða heyjaði hann sér fróðleik um ís-
lenskan sjávarútveg á árabátaöld.
Um það bil er síðari heimsstyrjöldinni lauk var Lúðvík orðinn
þjóðkunnur fræðimaður og rithöfundur, þótt enn hefði hann enga
bók samið eða gefið út. Árið 1946 var honum falið að rita ævisögu
Knuds Zimsens borgarstjóra og kom hún út í tveimur bindum á
árunum 1948 og 1952. Með þessu verki sýndi Lúðvík og sannaði
hvers hann var megnugur í fræðilegum vinnubrögðum. Zimsens-
saga ber öll einkenni þeirra vinnubragða, sem svo mjög settu svip
á síðari verk Lúðvíks. Hún er byggð á traustri rannsókn frum-
heimilda, en jafnframt svo vel skrifuð að unun er að lesa. Engum
getur dulist, að mikil vinna liggur að baki ævisögu Zimsens, en
meðfram ævisögurituninni hafði Lúðvík önnur járn í eldinum.
Hann hélt áfram söfnun heimilda um sjávarhætti, skrifaði greinar
í blöð og tímarit, ritstýrði Ægi, og árið 1951 kom út eftir hann bók-
in Bíldudalsminning, ágrip af ævi Péturs J. Thorsteinssonar, kaup-
manns á Bíldudal.
Nú lét Lúðvík skammt stórra högga í milli og varð öllum ljóst,
að þrátt fyrir annir við Zimsenssögu, Biídudalsminningu og rit-
stjórn Ægis hafði hann gefið sér tíma til að sinna enn stærra rann-
sóknarverki. Árið 1942 átti hann leið út í Flatey á Breiðafirði til að
afla vitneskju um sjávarhætti. Þar komst hann í tæri við miklar
heimildir um sögu Vestlendinga á 19. öld og næstu árin vann
hann í frístundum frá öðrum verkefnum ósleitilega að könnun