Saga - 2000, Page 282
280
RITFREGNIR
eða liðlega 57% íslendinga. Af þessum tölum má glöggt marka uppgang
höfuðborgarinnar „sem lokkaði með ómótstæðilegum töfrum" eins og
Steinn Steinarr orðaði það. Viðfangsefni ritsins er að rekja hina fjölmörgu
þætti sem hver með öðrum hjálpuðust að við að gera Reykjavík að því
stórveldi sem hún er og raunar „forsendu nútímasamfélags á íslandi"
eins og höfundur kemst að orði í aðfaraorðum. Þetta tekst honum afburða
vel að mínum dómi. Hér er á ferðinni afar forvitnilegt rit, samtímasaga, í
hópi merkustu sagnfræðirita. Má raunar segja að það fari langt í að segja
íslandssöguna á þessu þýðingarmikla tímabili. Mannlífið sjálft er leitt
fram á sjónarsviðið, kjör fólksins, aldarandinn og flest af því sem máli
skiptir er hér með.
Valin er sú stefna að skipta efninu í þemu og réttri tímaröð er haldið
innan þeirra. Nokkur blæbrigðamunur er á efni bókanna því að í fyrra
bindinu eru hefðbundnari mál, hörðu málin, en f hinu síðara mál sem
minna hefur verið fjallað um, eða mjúku málin sem svo eru nefnd. Og
auðvitað eru kaflamir misjafnlega áhugaverðir. í fyrri hluta ritsins eru
átta aðalhlutar sem aftur skiptast í styttri kafla. í upphafi er viðfangsefn-
ið sú gjörbylting þjóðfélagshátta sem varð á íslandi á nokkrum áratugum,
saga gríðarlegra umskipta. Þar næst, f kaflanum um sveit, bæ og borg,
er farið orðum um það hvemig eldgamlir hættir og nýir fléttuðust sam-
an upp úr miðri 20. öldinni og sýnt er fram á hve sveitin var fyrirferð-
armikil f mótun borgarinnar. Það er lærdómsríkt að kynnast sterkum
tengslum Reykvíkinga við heimahagana og hvemig þeir halda tryggð við
uppmna sinn með því að vera með búpening, kindur, kýr og hesta, eða
stunda ræktun af kappi (bls. 51-64). Þetta var bær innflytjenda, enda var
um miðja öldina enn rúmur helmingur borgarbúa fæddur utan Reykja-
víkur. „Reykjavfk býr yfir miklu seiðmagni sem fáir standast. Það eru
fleiri en strákfffl einsog ég, ásamt vinnukonum heillar kynslóðar, sem
hún hefur seitt til sín og skilar aldrei aftur", svo aftur sé vitnað í Stein. Þá
taka við þrír hlutar um atvinnumál, sjávarútveg, verslun og iðr.að. Þessu
næst er fjallað um skipulag og útþenslu byggðarinnar, umfjöllun er um
húsnæðismál og loks em stjómmálum og stjómsýslu gerð skil. Aðalhlut-
arnir átta em nokkum veginn jafnlangir, þó em hlutamir um verslunar-
mál, skipulag og útþenslu byggðarinnar og húsnæðismál sýnu lengri en
hinir.
í þeim hluta sem fjallar um sjávarútveg og höfuðstað togaraútgerðar
bregður höfundur upp lifandi mynd af togarabænum Reykjavík sem var
í broddi fylkingar á þeim vettvangi. Hann tilgreinir hve áhættusamt var
að stunda sjóinn á stríðsárunum. „Þegar haldið var úr höfn lá oft í loftinu
að bmgðið gæti til beggja vona um heimkomuna, en sjómennimir töluðu
yfirleitt ekki um slíkt." (bls. 84). Sjálf leit ég í eigin barm við þessi orð því
að mér er í bams minni þegar beðið var milli vonar og ótta eftir heim-
komu heimilisföðurins af sjónum. Fram í hugann kemur aðbúnaður tog-