Saga - 2000, Page 288
286
RITFREGNIR
hvfldu fomar venjur og lífseig viðhorf og þær áttu sjálfar þátt í að við-
halda þeim (bls. 102-103).
Á bls. 101 er tilvísun nr. 73 þar sem vitnað er í Svövu Þorleifsdóttur.
Nafnið er rangt ritað þannig. Hún skrifaði einatt nafn sitt Svafa Þórleifs-
dóttir og lagði á það áherslu að þannig skyldi nafn hennar skrifað. Nafn-
ið kemur aftur fyrir í tilvísun nr. 128 á bls. 246 og það er líka rangt í
heimildaskrá.
Höfundur fjallar um húsbúnað og híbýlaprýði og býsna fróðlegt er að
rifja upp litaval unglinga á sjöunda og áttunda áratugnum þegar herbergi
þeirra vom máluð sterkum litum og hugsanlega margir litir í sömu stofu
og allt í einu átti svo allt að vera beinhvítt, en miklar sveiflur urðu til og
frá með liti allan tfmann. Með réttu er minnt á hve teppaframleiðsla var
blómleg, því að hvorki meira né minna en fjórar teppaverksmiðjur tóku
til starfa á sjötta áratugnum og í upphafi hins sjöunda, Vefarinn 1952
í bragga við Skúlagötu, Axminster 1953 í gömlu Mjólkurstöðinni við
Snorrabraut, Álafoss 1957 og Teppi hf. upp úr 1960 (bls. 110-11). Teppa-
gerð var sem sagt þróttmikil iðngrein þar til gengið var í EFTA um 1970
að tollur var felldur niður að hluta af innfluttum teppum og að fullu 1980.
Höfundur rekur breytingar á innanstokksmunum með tilkomu fjöl-
býlishúsa þegar íbúðir urðu minni og nýta þurfti gólfplássið. íslensk
húsgagnaframleiðsla var þróttmikil þar til innflutningur húsgagna var
gefinn frjáls 1975 og þegar allar gáttir opnuðust 1980 fyrir innflutning
streymdu erlend húsgögn á markaðinn. Fram kemur að upp úr því hafi
yfirbragð heimilanna orðið alþjóðlegra. Þama saknaði ég meiri umfjöll-
unar um íslenska hönnun húsgagna sem ruddi sér braut og gjörbreyttist
á tímabilinu. Þegar húsgagnaarkitektar stofnuðu félag sitt 1955 voru
stofnendur aðeins átta talsins en eru nú hátt á níunda tug, meiri hluti kon-
ur, allir menntaðir erlendis, langflestir búsettir hér á landi, örfáir erlendis.
Þegar þeir fyrstu í þeim hópi komu frá námi á fjórða áratugnum þótti
þeim ástandið ekki glæsilegt og afkáralegur stíll á húsgögnum en á hinn
bóginn margir góðir smiðir. Fullvíst má telja að sýningar félagsmanna
sem hófust 1960 hafi valdið þáttaskilum en mikil gróska hefur verið i
hönnun húsgagna allt tímabilið. Til marks um það er að nú munu 95%
allra skrifstofuhúsgagna, sem seld eru hér á landi, vera íslensk hönnun
og framleiðsla. Nú er svo komið að húsgögn eftir íslenska inanhúss-
hönnuði eru framleidd víða um heim og hafa náð útbreiðslu úti í hinum
stóra heimi.
Hér er mikið fjallað um lff og veruleika bama og unglinga og er það
óvanalegt í sögubókum. Töluverður hluti síðara bindis er um böm. Mjög
góð úttekt er á börnum í borg þar sem höfundur leitar víða fanga: í
Árbókum Reykjavíkurborgar, dagblöðum, tímaritum, endurminningum,
bókum um uppeldismál, skýrslum um Vinnuskóla Reykjavíkur, efni eftir
skólamenn um æskuna, um leiki bama og víðar. Mjög góðar heimildir eru