Saga - 2000, Page 294
292
RITFREGNIR
þyrfti að setja á bakvið svo að farið væri eftir þeim. Um þetta nefnir Helgi
ótal dæmi.
Sjóræningjasögum hættir til að verða merkingarlitlir reyfarar og því
gerir Helgi sér grein fyrir og hefur nokkum pistil um það mál undir heit-
inu „Hvað vekur áhuga á ránum" (bls. 112-13). Gallinn er sá að þær til-
vistarlegu spumingar, sem rán kunna að kveikja, verða ekki nema að lít-
illi glóð í Vestmannaeyjum árið 1614 og þá helst fyrir kvæði séra Jóns Þor-
steinssonar um atburðina vegna þess að hann setur þá í ákveðið sam-
hengi. „Það er eins og hinum sískrifandi íslendingum hafi láðst að festa
nokkuð á blað um þetta rán", skrifar Helgi (bls. 105) og nefnir þó kvæði
séra Jóns. Þar skilur á milli þessara atburða og Tyrkjaránsins sem öðlast
merkingu vegna hinna miklu og fjölskrúðugu skrifa og vitnisburða sem
það ól af sér. Sagan er þegar sköpuð í þessum frásögnum fyrir utan þá
sköpun sem hver seinni tíma sagnfræðingur innir af hendi. Hjá Helga
felst hún í margslungnum vef ótal atburða og fjölmargra persóna þar sem
glittir í marga örlagaþræði.
Syndaskilningur sautjándu aldar er vandmeðfarinn og auðvelt að gera
hann broslegan. En hér verður að leita samhengis og hengja sig ekki í orð-
anna hljóðan í nútíðareyrum. Að trúa að guðs gjafir séu ekki verðskuld-
aðar heldur náðargjöf og að drottinn hafi alla ástæðu til að taka þær gjaf-
ir frá mönnum þegar honum þóknast, m.a. til að prófa þá, tilheyrir krist-
inni kenningu yfirleitt, og í nokkrar aldir með áberandi hætti, segir Delu-
meau í riti sínu um synd og ótta í vestrænni menrtingu. í þessum skiln-
ingi á synd og refsingu felst sú hugarfró að þjáningin hafi merkingu. Hins
vegar getur orðið strembið að skilja hvers vegna þjáningin fellur misjafn-
lega þungt á menn og þetta glímdu þeir við sem rituðu um Tyrkjaránið.
Vestmannaeyingar höfðu sérstöðu á mörgum sviðum og Helga tekst vel
að lýsa henni í efnahagslegu og stjómmálalegu tilliti en síður hinu and-
lega (bls. 80, 83, 107-12, almennar á bls. 186-87). Jón Þorsteinsson er fjarri
því einn um að skrifa í heimsósómastíl. Ólafur Einarsson (bróðir Odds)
kveinar mikið yfir siðum landsmanna í kvæði sínu, Árgalanum, svo að
dæmi sé nefnt.
Af ýmsu merkilegu, sem Helgi Þorláksson grefur fram í rannsókn sinni,
má nefna upphaf brennivínsdrykkju á fslandi sem hann rekur til innflutn-
ings Englendinga í byrjun 17. aldar (bls. 293). Fleira höfðu íslendingar
saman að sælda við enska; þeir fiskuðu við landið langt fram eftir öldinni
og verslunin var margs konar. Þeir keyptu fálka, vaðmál sem Danir voru
ekki æstir í og saltfisk sem Englendingar kenndu verkun á og útveguðu
saltið. Danir þrengdu að verslun þeirra stig af stigi. Við upphaf einokun-
arleyfanna var tekið fyrir að enskir kaupmenn seldu vaming í kaupstöð-
um en duggaraverslun var umtalsverð allt til 1675, segir Helgi, og skýrir
hvers vegna Danir gengu ekki harðar gegn henni (bls. 284); „Þeir höfðu
ekki næga burði til að reka verslunina þannig að íslenskir mektarmenn