Saga - 2000, Side 298
296
RITFREGNIR
Þessi niðurskipan hefur bæði kosti og galla. Helsti gallinn er sá að oft er
lfkt og höggvið á þræði sem rétt var búið að fitja upp á. Umfjöllunin er
knöpp og stundum stuttaraleg. Þannig kemur víða fyrir að maður saknar
þess að ekki skuli haldið áfram með þá persónu sem kynnt hefur verið til
sögunnar, og stundum skarast efni kaflanna, þótt minna sé um slíkt en
gera mátti ráð fyrir. Hlutir af þessu tagi eru óumflýjanlegir í riti sem hef-
ur markmið þessarar bókar. Fyrst og fremst sýnist vaka fyrir Aðalgeiri að
koma öllu hinu margvíslega efni til skila, þannig að það myndi einhvers
konar bókarheild, og þegar allt kemur til alls, hlýtur maður að álykta að
leið hans og niðurskipan sé eðlileg og kannski sú eina færa. Hið ágæta
erindi þessarar bókar er að gefa heildstætt yfirlit yfir líf og starf íslend-
inganna í Höfn, en þar sem umfang efnisins er slíkt að æviþættirnir
hljóta að þjóna sem brot, vekur bókin fjölmargar spumingar í huga les-
enda og hvetur þá vonandi til að kynna sér efnið nánar. Ekki síst hlýtur
það að verða lesanda umhugsunarvert hversu margt er enn órannsakað í
nítjándu aldar fræðum, því þrátt fyrir allt má þetta tímabil betur við una
í íslensku fræðasamhengi en flestar aðrar aldir. Aðalgeir leggur efnið upp
í hendur lesenda, en gerir, eðli bókarinnar samkvæmt, minna að því að
túlka þau margvíslegu álitamál sem upp n'sa í sögunni. Þær eru margar
eyðumar og álitamálin sem Aðalgeir dregur fram úr skjalahaugunum og
bíða þess að verða rannsökuð nánar. Knappur og skýr stíll Aðalgeirs
lýtur að sama skapi þörfum efnisins.
Misjafnlega mikið nýmæli er að efni bókarinnar, eins og fara gerir.
Sumar persónur hennar eru þjóðkunnar og atburðir þekktir í þjóðarsög-
unni, en að mínu mati hefur Aðalgeiri tekist vel að þræða framhjá því sem
telja má almenna vitneskju, og nálgast alkunna menn og atburði frá nýj-
um sjónarhóli. Hann leiðir jafnframt fram ýmsa skuggamenn, sem ekki
hafa notið mikillar athygli hingað til. Sumir þeirra virðast hafa verið all-
merkir, t.d. Eggert Johnsen læknir, aðrir umdeildir eins og séra Þorgeir
Guðmimdsson, Halldór Einarsson, Þórður Jónassen og Jóhann Ámason,
og enn aðrir meinlausir eins og þeir Lambhúsabræður Ásmundur og
Markús. Þá koma fram skýrar en áður ýmsar persónur sem hingað til hafa
verið baka til á sviðinu, og má í því sambandi nefna hirðskáld þeirra
Hafnar-íslendinga, slarkarann Ögmund Sívertsen, síðar prest á Tjörn og
höfund þeirrar umdeildu bókar, Ögmundargetu.
Ég hygg að mestur fengur sé annars vegar í frásögn Aðalgeirs af hinum
eldri íslendingum í Höfn og svo hins vegar af þeim fjölmörgu löndum
sem ílengdust ytra og hafa ekki ratað inn í kennslubækur í íslandssögu,
kannski vegna þess að þeir þóttu ekki nógu þjóðhollir; vom í besta falli
vaklandi f sjálfstæðisbaráttunni og sumir beinlínis á móti. Þar má
nefna umdeilda menn eins og Gn'm Thorkelín, Vigfús Erichsen, Oddgeir
Stephensen og Gísla Brynjúlfsson. En ekki síður má hér nefna menn eins
og Birgi Thorlacius, sem var stórmerkur og kom meira að málefnum