Saga - 2000, Síða 299
RITFREGNIR
297
fslendinga og íslenskra málefna en áður hefur verið á almanna vitorði,
eins og Aðalgeir sýnir fram á. Þá er einnig gaman að þættinum um Pál
Ámason, sem virðist einn margra Hafnar-íslendinga sem lenda í hremm-
ingum geðveikinnar, en nær þó að koma frá sér bókum að gagni. Þá
gerir Aðalgeir félögum íslendinganna og útgáfustarfsemi þeirra ítarleg
skil og er gott að hafa slíka samantekt aðgengilega. Ekki sist má nefna að
Aðalgeir rekur afar vel og sannfærandi deilur ólíkra kynslóða í félögun-
um, aðdraganda og eftirmála Rask-deilunnar og ýmsar hliðar hennar, og
reyndar betur en ég minnist að hafa áður séð á prenti. Samantekt höfund-
ar um fræðiritaútgáfu íslendinganna er Uka með ágætum.
f þessari bók em ókjör fróðleiksmola af ýmsu tagi, ekki sfst margt smá-
legt sem skiptir þegar allt kemur til alls mestu þegar menn raða slíkum
brotum saman í heildarmynd. Af því tagi mætti nefna fjölmörg atriði, en
ekki em aðstæður til þess hér. Sem dæmi má þó nefna að skemmtileg er
myndin af fyrstu námsámm Bjöms Gunnlaugssonar, spekingsins með
bamshjartað. Þar hefur snemma beygst krókurinn og Bjöm stendur sig
ekki einungis frábærlega í námi í Höfn, heldur „tekur sinus og cosinus af
hvörju horni og hvörjum llkama (nema kvenfólksins)" (bls. 99). Þetta hefur
Aðalgeir eftir Bjama Þorsteinssyni, síðar amtmanni, í bréfi til Rasks, og kall-
aði Bjarni Bjöm ávallt „hr. mathematicus". Þá má einnig nefna sérstak-
lega tvo afar fróðlega þætti um ættir. í kafla sem heitir „Örlög Eydæla"
tekur Aðalgeir saman örlög afkomenda séra Brynjólfs Gíslasonar í Eydöl-
um. Ýmsir þeirra em þekktir í sögunni, t.d. lærdómsmaðurinn dr. Gísli Brynj-
úlfsson, seinast prestur á Hólmum í Reyðarfirði, en efnispilturinn Sæ-
mundur, bróðir hans, síður. Þátturinn „Misskipt er manna Iáni" fjallar svo
um börn Stefáns Þórarinssonar, amtmanns á Möðmvöllum, sem var
margt gjörvilegt fólk, t.d. Oddur lyfsali, Lárus lögfræðingur og hinir
skammh'fu Jakob og Jóhann. Thorarensenar tengdust Eydælum með því að
Guðrún Thorarensen giftist dr. Gísla, eftir nokkurt stímabrak sem Aðal-
geir rekur ágætlega. Ógæfan knýr dyra hjá báðum ættum, og einna þekkt-
ast er að elsti sonur Stefáns amtmanns, Vigfús kansellíráð, missti vitið og
varð síðar banamaður Þorvaldar Skógalín fyrir norðan, eins og Bjöm Th.
Bjömsson hefur skrifað um í sinni ágætu sögulegu skáldsögu, Falsaranum.
Öðmm þræði er saga Hafnar-íslendinga harmsaga, og í bókinni kemur
vel fram hversu h'f margra efnispilta fékk snöggan endi og má nefna
ágæta þætti um Láms Sigurðsson úr Geitareyjum, Torfa Eggers og hinn
íslenska Don Juan frá Hofsstaðaseli, Gísla Jóhannesson.
Segja má að þessi bók sé stofn fjölmargra ævisagna, því ævir margra
þessara manna (og fáeinna kvenna) em um margt stórbrotnar í sjálfu sér
og ævir sumra fléttast heldur betur saman við örlagamikil ár og atburði 1'
sögu þjóðarinnar. Einn mann ber þó hæst í þessari bók: Finn Magnússon
leyndarskjalavörð og prófessor. Hann er á ýmsan hátt hryggjarstykkið í
bókinni, er undir og yfir og allt um kring í lífi landa í Höfn á þeim tíma