Saga - 2000, Síða 301
RITFREGNIR
299
ánægju má hafa af rómantískri Ijóðagerð 19. aldar, eftir að þjóðemishyggj-
an, sem upphóf hana áður, er horfin í skugga og nánast orðin feimnismál.
Þetta eru afhelgunarverk, eins og allt hlýtur að vera sem nú er skrifað ný-
stárlegt um rómantík íslendinga á 19. öld, og sem slík skipta þau sagn-
fræðinga mestu máli. - Þessar bækur eiga sitthvað fleira sameiginlegt;
þannig eru þær báðar tileinkaðar eiginkonu og þremur dætrum, og má
nærri geta að bókmenntafræðingar mundu kalla slíkt bóklegt minni eða
topos, ef ekki væri auðvelt að kynna sér fjölskylduaðstæður höfundanna.
Að öðru leyti fara höfundamir ólíkt að efni sínu. Sveinn Yngvi skrifar
dæmigert akademískt rannsóknarrit með fræðilegum inngangi, rartn-
sóknartilgátu og niðurstöðukafla. Meginviðfangsefni hans er hvemig
rómantísku skáldin nota sér bókmenntaarfinn frá miðöldum. Hann setur
sér ekki áð gefa yfirsýn heldur velur sér til nákvæmrar könnunar tak-
markaðan hluta af rómantískum skáldskap aldarinnar, Ijóð Jónasar Hall-
gnmssonar, nokkur valin kvæði og kvæðaflokka eftir Grím Thomsen,
Benedikt Gröndal og Gísla Brynjúlfsson, einnig Ijóð ort til Jóns Sigurðs-
sonar forseta, eftir þessi skáld og fleiri. Þá fylgir bókinni 50 bls. langur
viðauki um bragarhætti Jónasar Hallgnmssonar. Bjami Thorarensen er
sniðgenginn að mestu, meðal annars vegna þess að skáldskapur hans hafi
verið kannaður meira á þennan hátt en annarra skálda (bls. 23); hlutur
Steingríms Thorsteinssonar, Matthíasar Jochumssonar og Kristjáns Jóns-
sonar er hlutfallslega lítill. Þótt hér sé gengið skipulega og markvisst til
verks vill bókin dálítið leysast upp í stakar athuganir, að nokkm leyti af
því að höfundur grípur ekki yfir rómantíska skaldskapinn í heild, að öðm
leyti af því að hann fer út í fleira en beinlínis notkun miðaldaarfsins.
Þannig tekur hann fyrir í sérstökum kafla „Tegundanöfn og greinar-
merki" á skáldskap Jónasar (bls. 82-87), þ.e. hvenær hann kallar yrkingu
sína vísu, stöku, kviðu, drápu o.s.frv. Á þetta er aðeins drepið í umfjöllun
um önnur skáld, þegar efnið kallar sérstaklega á það (bls. 146-47, 224nm);
annars dettur botninn úr þessum þætti rannsóknarinnar, og svo er um fleiri.
Páll Valsson fer ekki að efninu á þennan fræðilega hátt. Hann hefur mál
sitt formálalaust þar sem háir hólar fylla hálfan Öxnadalinn. Á næstu
blaðsíðu vindur hann sér í að lýsa síðustu predikun séra Hallgríms Þor-
steinssonar árið 1816 og notar tækifærið til að kynna fjölskyldu hans, þar
sem hún situr á fremsta kirkjubekk, þar á meðal sonurinn Jónas á munda
ári. Þaðan er svo haldið áfram nokkurn veginn í réttri tímaröð, uns Jónas
er borinn til moldar í Hjástoðarkirkjugarði í Kaupmannahöfn 31. maí
1845. Ævisöguaðferðin hæfir Jónasi að vissu leyti vel. Mörg kvæði hans
em ort af ákveðnu tilefni, eins og Páll bendir á (bls. 359). Þar á meðal em
góð og falleg kvæði sem skiljast best ef tílefnið er kunnugt. Páll samdi
skýringar við kvæðin í Ritsafn 1989 og færir þær hér yfir í form þar sem
þær njóta sín enn betur en þar. Frásögn Páls er að flestu leyti nákvæm
°g rækileg og ekki margt sem maður saknar. Helst er það sagan af því