Saga - 2000, Page 302
300
RITFREGNIR
hvemig Jónas varð þjóðskáld og þjóðardýrlingur íslendinga. í bókinni
kemur fram að mikils háttar menn eins og Sveinbjöm Egilsson rektor og
Steingrímur Jónsson biskup kunnu vel að meta hann strax í lifanda lífi
(bls. 26, 229). En málið er ekki reifað, og sagan tekur enda þegar félagar
Jónasar hafa ort um hann: „Því, sem að ísland ekki meta kunni, / er ís-
land svipt ..." (bls. 491) Beinamálið fræga, þegar reynt var að flytja lík-
amsleifar Jónasar til íslands, er ekki einu sinni nefnt, þótt ummæli um leg-
stað Jónasar sýni að höfundur hefur ekki trú á að þær liggi í viðhafnar-
grafreitnum á Þingvöllum (bls. 489 myndartexti og bls. 492). En þetta
er ævisaga, og sagan af eftirlífi Jónasar meðal íslendinga bíður þolin-
móð eftir rannsakanda sínum.
Sveinn Yngvi skrifar í hlutlægum, lágróma stíl og lætur lftið bera á því
ágæta ljóðskáldi sem hann er. Þó nostrar hann við frásögn sína, tengir til
dæmis ævinlega á milli kafla, þannig að hann býr lesendur í lok hvers
kafla undir það sem þeir eiga eftir að mæta í þeim næsta. Þetta er víða
haglega gert, en fer að orka dátítið sjálfvirkt þegar fram í sækir. Sveinn
upphefur ekki skáldskapinn sem hann fjallar um; hann drepur að vísu
iðulega á að eitthvað sé fagurt, ágætt og hafi bókmenntagildi, en hann
hefur lítinn áhuga á að birta lesendum þessa fegurð eða sýna þeim fram
á ágætið með dæmum eða greiningu. Þannig segir hann að Grímur Thom-
sen yrki trúarjátningu sína í Búarímum „í einhverjum allra fegurstu er-
indum sem hann hefur ort..." (bls. 139). En til þess að njóta þeirrar feg-
urðar verðum við að ómaka okkur að leita erindin uppi í ljóðasafni Gríms;
Sveinn Yngvi birtir þau ekki og útlistar ekki fegurð þeirra. Hann hefur
mestan áhuga á notkun frásagnarefnis og á bragarháttum. Bókin er
þannig helst til bókmenntafræðileg til að falla í smekk sagnfræðings og
Ijóðaunnanda. Sú bókmenntalega endurreisn Gfsla Brynjúlfssonar sem
höfundur boðar í inngangi (bls. 23) hafði til dæmis lítil áhrif á mat mitt á
honum. Og að velja sér tækifæriskvæðin til Jóns Sigurðssonar sem bók-
menntalegt rannsóknarefni finnst mér jaðra við listræn meinlæti, þó að
umfjöllun Sveins Yngva um þau sé engan vegirrn leiðinleg.
Páll Valsson skrifar í afslöppuðum rabbstíl sem hæfir ágætlega því
verkefni að kippa Jónasi Hallgrímssyni úr þjóðlegu hásæti niður á jörðina.
Hann vísar til dæmis óformlega til Megasar (bls. 409): „Fullyrðing Jónas-
ar... um að hin einfalda rós sé sigurvegari umræðunnar fellur vel að
þeirri hugmynd algyðistrúar ... að guð væri í öllum hlutum ... Að guð búi
í garðslöngunni sem gaddavímum ..." Víðast er Páll líka hispurslaus í
mati sfnu á Jónasi og félögum hans. í Fjölni bendir hann á „þessa sérkenni-
Iegu blöndu menntahroka, óþolinmæði og sérvisku sem verður til þess að
tímaritið Fjölnir nær aldrei vinsældum á íslandi." (bls. 112, sbr. 126, 157)
Hann leyfir sér að segja að Jónas sé „talsvert upp með sér" af félagsskap
við dönsku skáldin í Soro (bls. 403) og bendir á tilhneigingu hans til sjálfs-
meðaumkunar (bls. 420 og vfðar).