Saga - 2000, Síða 303
RITFREGNIR
301
Mér finnst Páll ná lengra en nokkur sem ég hef áður lesið í að draga upp
skynjanlega mynd af persónu Jónasar, þótt þar sé sumt ennþá óljóst og
mótsagnakennt. Páli hefur verið legið á hálsi fyrir að draga fjöður yfir
drykkjuskap Jónasar, og var skrifað um það í leiðara DV 21. desember
síðastliðinn. Þama hefur Páil gefið á sér höggstað, sjálfsagt af gáleysi,
kannski af ósjálfráðri tryggð við söguhetju sfna, sem honum verður varla
láð eftir svo langa sambúð. Hann birtir semsé á dönsku setningu úr
læknaskýrslu, án þess að þýða á íslensku, sem ella er vani hans, og án
þess að leysa upp úr skammstöfunum (bls. 486): „hvor han under tilf. af
delir. trem. og gangræn indpiens i den afficerede ekstrem. dode d. 26.
maj". Óneitanlega lítur þetta út eins og höfundur vilji láta bera sem
minnst á þeirri óþægilegu staðreynd að Jónas hafi dáið með delerium
tremens, og ekki bætir hann úr sök með því að láta sér sjást yfir umræðu
Óttars Guðmundssonar læknis um dauða Jónasar í bók hans, Tíminn og
tdrið (bls. 257-62). Á hinn bóginn er það ekki rétt sem Jónas Kristjánsson
hélt fram í leiðara DV, að skýrslan segi að Jónas hafi dáið úr delerium
tremens. Þar koma önnur banvæn mein við sögu, sjö talsins samkvæmt
vitnisburði Óttars Guðmundssonar, og mér finnst sannfærandi túlkun
Þorgeirs Þorgeirssonar læknis og Páls Valssonar, að fótbrot Jónasar hafi
magnað upp gamalt lungnamein, sem hann sannanlega hafði. En það
hefði birst sem hreinskilnislegra að ganga opinskátt á hólm við spurning-
una um alkóhólisma skáldsins.
Helsti gallinn á frásagnarhætti Páls finnst mér þó sá að tímasnið frá-
sagnarinnar og rabbstíllinn leiða hann út í allt of miklar endurtekningar.
Nokkur atriði ganga eins og leiðarstef í gegnum bókina: árátta Jónasar að
sætta náttúrufræði og kristindóm, þvermóðska og langrækni Konráðs
Gíslasonar, ágreiningur Tómasar Sæmundssonar við félaga sína, örlæti
og samningalipurð Brynjólfs Péturssonar. Höfundur gerir mikið að því að
vísa lesendum fram og aftur um bókina, segja „eins og síðar verður vikið
að" eða „sem fyrr sagði". Sums staðar er ekkert athugavert við þetta, en víða
hefði mátt spara sér að nefna efnisatriðið fyrr en annað hvort fyrr eða
síðár. Stundum koma endurtekningar með nokkurra setninga millibili, til
dæmis segir hann um kvæði norska skáldsins Welhavens, Norges Dæmring
(bls. 95): „Út af því spruttu líka harkalegar deilur, kallaðar „Dæmrings-
feiden" og minna svolítið á misjafnar viðtökur kvæðisins íslands, þótt
þær yrðu aldrei nándar nærri jafnháværar, heldur meira nöldur í homum
að íslenskum sið. Mikil skrif urðu í Noregi um Norges Dæmring, og á
köflum öfgafull." Annars staðar er nokkru lengra í endurtekninguna. Um
margrómaðan áfellisdóm Jónasar Hallgrímssonar um Ri'mur afTistrani og
Indiónu eftir Sigurð Breiðfjörð segir hann fyrst (bls. 162): „Þótt hér hafi
nokkuð verið staldrað við persónulegar forsendur og aðrar hvatir sem
liggja að baki ritdómnum, þá má ekki láta það villa sér sýn á þau tímamót
sem ritdómurinn veldur í bókmenntaumræðu og bókmenntavitund þjóð-