Saga - 2000, Page 304
302
RITFREGNIR
arinnar." Og síðar (bls. 166): „Þessi ritdómur markaði tímamót í íslenskri
bókmenntasögu:" Mest leiðist mér þó sú tilhneiging höfundar að endursegja
efni beinna tilvitnana eftir að hann hefur birt þær. Benda má á hvemig
hann endursegir lokaþátt Gunnarshólma á bls. 180-81, en annars er það
nánast regla hans að hnykkja á meginefni þess sem stendur í orðréttum
tilvitnunum, lfkt og hann vantreysti lesendum til að lesa þær eða skilja.
Að vissu leyti getur verið að höfundamir séu helst til of tillitssamir við
hefðina og fúsir til að taka viðurkenndar skoðanir og viðhorf sem góð og
gild. Þetta á einkum við um sjálft hugtakið rómantík, ásamt hugtakinu
þjóðernishyggja, sem skarast við það. Sveinn Yngvi setur að vfsu á stutta
umræðu um hugtakið rómantík í inngangi sínum (bls. 17-19), en niður-
staða hennar er í rýrasta lagi: „Með því að beina rannsókninni að vfsun-
um 19. aldar skálda í arfinn er ... verið að rekja meginþátt í rómantíkinni:
sambandið við miðaldir." Þótt auðvelt sé að fallast á þetta nægir það ekki
til að greina í sundur hvaða skáldskap eigi að telja rómantískan og hvem
ekki, og um það virðist höfundur mest fylgja viðurkenndum flokkunum.
Þannig segir um skáldin sem ortu til Jóns Sigurðssonar að ekki sé fjallað
um þau öll, „enda yrkja þau sum í anda raunsæis fremur en rómantfkur
og em því utan ramma þessarar bókar. Athyglinni verður beint að ljóðum
þeirra skálda sem telja má rómantísk og eiga heima í því samhengi sem
hér um ræðir." (bls. 285) En svo reynast þessi rómantfsku skáld sem eru
tekin fyrir einatt nota allegoríu, eða einræð tákn, fremur en margræð, í
kvæðum sínum til Jóns, og það telur höfundur órómantískt einkenni. Þá
spyr lesandi árangurslaust: Hvers vegna eru þessi kvæði þá sögð ort í
anda rómantíkur? Hér er eins og rammi rómantíkurinnar sé tekinn að láni
frá hefðinni, síðan leitt í ljós að kveðskapareinkennin passi ekki við hann,
án þess að gerð sé nein tillaga um að breyta rammanum.
Umfram þetta drepur Sveinn Yngvi víða á einstök einkenni rómantík-
ur, en mikið vantar á að það leiði til heildstæðrar eða sannfærandi mynd-
ar af henni. Stundum hlýtur maður að efast um að einkennin séu nægi-
lega einskorðuð við rómantík. Það á einkum við það sem höfundur kall-
ar umbyltingu og afhelgun í kveðskap Jónasar Hallgrímssonar (bls.
87-91). Það minnir allt of mikið á skólapiltaskáldskap f bundnu máli og
óbundnu löngu fyrir daga Jónasar og rómantíkur (t.d. Skraparotspredik-
un, sem er prentuð í Blöndu VII: 1940-43). Stundum fylgir Sveinn Yngvi
ekki nægilega eftir þeim sérkennum rómantíkur sem hann drepur á til
þess að lesendur fái yfirsýn yfir þau. Um fyrirbærið einkagoðsögn (bls.
179) hefði til dæmis verið skemmtilegt að fá fyllri úttekt.
Eðlilega talar Páll Valsson líka mikið um rómantík, án þess að lesendur
fái skýra hugmynd um hvað hann leggur í hugtakið. Þetta kemur til
dæmis að sök þar sem Páll fjallar um rímnadóm Jónasar. Þar segir (bls.
162): „Jónas gengur að rímunum vopnaður fagurfræði rómantísku stefn-
unnar." Líka segir að þar birtist „fagleg gagnrýni sem byggist á skýrum