Saga - 2000, Page 305
RITFREGNIR
303
rómantískum forsendum" (bls. 163). Löngu seinna (bls. 341) kemur svo í
Ijós að Magnús Stephensen, „helsti forvígismaður upplýsingarstefnunn-
ar" „gagnrýndi ... rímumar með hliðstæðum rökum og Jónas síðar." Þar
fáum við líka að vita „að vissir rómantískir drættir hafi verið í upplýsing-
arboðun Magnúsar" og „að vfða séu áhrif upplýsingar greinileg í skrifum
Jónasar." Allt kann þetta að vera satt, en óljóst er það. Veruleikinn er einatt
mótsagnakenndari en frásagnir af honum mega vera.
Stundum skrifar Páll eins og rómantík og þjóðernishyggja séu nánast
samheiti (bls. 214): „Þetta voru rómantískir tímar í Evrópu og Danmörk
er þar síður en svo undanskilin. Landið var í rúst, bæði efnahagslega
eftir Napóleonsstríðin og í bókstaflegri merkingu eftir skotárásir Englend-
inga. Slíkar aðstæður eru mikið kjörlendi þjóðernishyggju." Sveinn Yngvi
á líka í dálitlu basli með þjóðernishyggjuhugtakið. Hann hikar við að
fallast á þá skoðun sem Ragnheiður Kristjánsdóttir setti fram í Sögu 1996,
að Fjölnismenn hafi tæpast haft ígrundaða pólitíska þjóðemishyggju. Sú
skoðun byggist á skilgreiningu Emests Gellners, að pólitísk þjóðemis-
hyggja sé sannfæring um að pólitísk Iandamæri eigi að fara saman við
landamæri þjóðarinnar, og Sveinn Yngvi efast um að hún eigi við „í ís-
lensku samhengi 19. aldar." (bls. 43 nm) Mér er hulið hvað pólitísk þjóð-
emishyggja getur verið annað en það sem Gellner segir, eða hvemig hún
getur ekki átt við forvígismenn sjálfstæðisbaráttu íslendinga á 19. öld.
Þeir vildu einmitt draga pólitísk landamæri um íslensku þjóðina. Hér get-
ur aðeins verið spuming um það hvort sérstakt ráðgjafarþing fyrir fsland,
sem Fjölnismenn börðust fyrir, hefði talist nægja til að rétt sé að tala um
pólitísk landamæri. Jótar og Eydanir höfðu sérstök ráðgjafarþing á þess-
um ámm, en engum dettur í hug að þeir hafi þess vegna verið tvær póli-
tískar einingar að neinu leyti sem máli skipti. Annað mál er hvort Fjölnis-
menn vom hindraðir af ritskoðun danska ríkisins í að tjá sjálfstæðisvilja
sinn, eins og Páll Valsson telur (bls. 107). En einkennilega er lítið um
stjómskipunarmál í einkabréfum á milli þeirra, ef þeir hafa haft brenn-
andi áhuga á pólitísku sjálfstæði.
Eins og gengur og gerist em ýmis einstök atriði í bókunum umdeilan-
leg, hæpin eða jafnvel röng, og er ástæðulaust að elta ólar við það allt. Hjá
Sveini Yngva er ég vantrúaður á tvö meginatriði í kafla sem heitir „Þjóð-
trú og tröllaspeki: ort á móti Ibsen" (bls. 165-75). Annars vegar er sú
ályktun að Grímur Thomsen sæki það í Pétur Gaut eftir Ibsen að láta
söguhetju sína, Búa Andríðsson, sækja heim Dofra tröllakonung í Noregi.
Mér virðist augljóst að tengslin séu á milli Péturs Gauts og Kjalnesinga
sögu, sem er aðalfyrirmynd Gríms. Ég veit ekki hvernig þessi tengsl
em til komin, hvort Ibsen sækir í Kjalnesinga sögu eða hann hefur þekkt
norska þjóðsögu af sama stofni og hana, en varla fer hjá því að þar sé
sama sagan að baki. Hins vegar held ég að Sveinn Yngvi mistúlki það
sem Grímur yrkir um eðli norsku jötnanna (bls. 166):