Saga - 2000, Page 306
304
RITFREGNIR
Á alls þeir trúa mátt og megin,
mergurinn er þeirra fræða,
að engin séu önnur regin
en eldur djúps og tignin hæða;
allsherjar þeir offra krafti,
sem eld og fjöll og djúpið skapti.
Öllu dýpra eigi rista
aldar vorrar heimspekingar
en þessir norðurfjalla fyrstu
Fomjótsættar trúvitringar;
alvara það, en eigi glens er,
á aflið trúðu þeir Iíkt og Spencer.
Af þessu ályktar Sveinn Yngvi að Grímur láti tröllin hafa „heimspekilega
sýn og næman náttúruskilning" (bls. 167), og að þau verði „tákn náttúr-
legrar lífheildarhyggju í stað þeirrar afdalamennsku og einangrunar-
stefnu sem þau standa fyrir í verki Ibsens" (bls. 172). Mér finnst augljóst
að hér sé Grímur þvert á móti að deila á efnishyggjuspekinga samtíðar
sinnar og segja að þeir séu engu gáfaðri en tröll. Það er íróm'a að kalla
tröllin trúvitringa og háð um Spencer að ríma nafn hans á móti „glens er".
í þessari túlkun kallast erindin á við kvæðið Fjóstrú eftir Grím, þar sem
hann segir það verstu villuna „á engu að hafa æðra trú,/en allt í heimi
traust", kannski líka við Bergrisa á 19. öld. Um þessi kvæði hefði höfund-
ur átt að lesa betur grein eftir nafna sinn, Jón Yngva Jóhannsson, í Andvara
1998, sem hann tilfærir þó f heimildaskrá.
Hjá Páli Valssyni má benda á nokkrar sögulegar smáskyssur, sem
ástæðulaust væri að nefna nema í sagnfræðitímariti. Þannig er rangt að
Brynjólfur Pétursson hafi orðið starfsmaður íslensku stjómardeildarinnar
í Kaupmannahöfn um leið og hann lauk háskólaprófi árið 1837 (bls. 101).
Eftir því sem Aðalgeir Kristjánsson segir í ævisögu Brynjólfs (bls. 107)
fór hann ekki að vinna í danskri stjómarskrifstofu fyrr en 1840, þá sem
sjálfboðaliði í rentukammeri, að vísu á kontór sem sá meðal annars um
íslandsmál. Engin íslensk stjórnardeild var stofnuð í Kaupmannahöfn
fyrr en 1848, og var Brynjólfur fyrsti forstöðumaður hennar. Rangt er
líka að Bjarni Thorarensen, amtmaður og skáld, hafi gerst eindreginn
fylgismaður endurreisnar Alþingis eftir að Jónas Hallgrímsson heimsótti
hann sumarið 1837 (bls. 199). Bjami vildi ólmur endurreisa Alþingi á
Þingvöllum strax þegar stofnun ráðgjafarþinga í Danaveldi komst á dag-
skrá árið 1831. Allt of mikið er sagt þegar því er haldið fram að Eggert
Ólafsson hafi barist gegn skoðun, „sem þá átti sér öfluga formælendur
hér, að taka bæri upp dönsku á íslandi" (bls. 294). Þeirri skoðun finnst að