Saga - 2000, Blaðsíða 307
RITFREGNIR
305
vísu aðeins hreyft meðal íslendinga, en varla að ráði fyrr en eftir daga
Eggerts. Sömuleiðis getur það ekki verið annað en þjóðsaga eða ágiskun
að Jón Eiriksson hafi komið í veg fyrir að íslendingar væru fluttir á Jót-
landsheiðar eftir móðuharðindi (bls. 401). Hugmyndin um þennan flutn-
ing má að vísu kallast sönnuð nú,eftir að Anna Agnarsdóttir birti um
hana áður óþekkta frumheimild í Nýrri sögu árið 1993. En þar er enginn
einstaklingur nefndur á nafn, hvorki með tillögunni né á móti.
Engin af þessum smávillum skiptir sögu Jónasar nokkru máli. Baga-
Iegra finnst mér þegar Páll lætur heimildarýni sína drepa góðum og
skemmtilegum sögum á dreif af litlum tilefnum. Þar má nefna ágætt
söguefni um ferð þeirra Jónasar og Þóru Gunnarsdóttur norður í land,
hans á 21. ári, hennar 16 ára, sem virðist hafa orðið kveikjan að ljóðinu
Ferðalokum rúmlega hálfum öðrum áratug síðar. Páll neitar þessari sögu
ekki en dregur allt við sig, af því að Jónas hafi ekki skrifað vinum sínum
um Þóru og af því að hann hafi verið orðinn ástfanginn af annarri stúlku
rúmu ári seinna (bls. 40-42). Það finnast mér léttvægar mótbárur og
einskis metandi á móti staðreyndum, sem Páll minnist hvergi á. Annars
vegar segist Jónas hafa greitt stúlkunni lokka við Galtará, sem er á leið-
inni norður ef farinn er Stórisandur, en hvergi annars staðar á landinu svo
ég viti. (Mér er sagt að enn sé hún ekki alveg öll komin undir miðlunar-
lón Blönduvirkjunar.) Hins vegar segir hann að sveinninn hafi orðið eftir
í djúpum dali, sem á vel við Öxnadalinn, og að ástarstjaman skíni bak við
ský yfir Hraundranga, sem einmitt gnæfir yfir sama dal.
Annað dæmi svipað er sögnin, sem Hannes Hafstein skráði fyrstur 38
árum eftir dauða Jónasar, að Konráð Gíslason hafi dreymt vísuorðin
„Landið var fagurt og fritt /og fannhvítir jöklanna tindar, / himininn
heiður og blár, / hafið var skínandi bjart." Páll segir að þetta geti „rétt eins
verið dæmigerð Fjölnismannafyndni milli þeirra Jónasar og Konráðs."
(bls. 119) En strax á efúr rekur Páll staðfestingu þess að eitthvað sé að
minnsta kosti til í sögn Hannesar. Jónas skrifaði Konráði: „Höfum við
ekki sagt að landið er fagurt og frítt, hefur þú ekki sagt það sjálfur?"
Og Konráð kannast sýnilega við þetta þegar hann svarar: „Þér ferst um að
tala, sem ortir utan um þenna skít, mér til skammar og sjálfum Þér til
sæmdar!" Mér finnst alltaf skemmtilegt þegar innbyrðis óháðar heimild-
ir hjálpa til að styðja sögu; við eigum að leyfa okkur að njóta þess.
í meginatriðum finnst mér þó að Sveinn Yngvi og Páll Valsson leysi
afhelgunarhlutverk sitt prýðilega, hvor á sinn hátt. Þeir upphefja ekki
viðfangsefni sitt, en neita sér heldur ekki um að meta og viðurkenna það
sem þeir finna vel gert. í túlkun þeirra stendur arfur rómantíska skeiðsins
á íslandi, og einkum Jónasar Hallgrimssonar, í fullu gildi, fluttur yfir á
okkar tortryggnu og fálátu tíma.
Gunnar Karlsson
20-SAGA