Saga - 2000, Page 312
310
RITFREGNIR
hugmyndaauðgi að finna í íslenskum eldhúsum liðinna alda. Einlægur og
fordómalaus áhugi höfundar á viðfangsefni sínu skín hvarvetna í gegn og
er það vel. íslendingar skemmta sér stundum við að lýsa þorramat fyrir
útlendingum og leggja þá mesta áherslu á það sem þeir vita að vekja muni
mest viðbrögð. í gamalli íslenskri matargerð er vissulega að finna ýmis-
legt sem viðkvæmt nútímafólk klfgjar við og Hallgerður er ekki að reyna
að fegra neitt; ég hef einhvers staðar séð sumar lýsingar hennar kallaðar
gróteskar en get ekki verið sammála því, hér er einfaldlega verið að lýsa
raunveruleikanum eins og hann var, og það er gert á þann hátt að löngun
vaknar til að prófa eitt og annað sem minnst er á. Og þá er vel að verki
staðið, og fyllsta ástæða til að óska Hallgerði Gísladóttur til hamingju
með gott brautryðjandaverk.
Hin bókin sem hér er til umfjöllunar er af öðrum toga, Einfalt matreiðslu-
vasakver fyrir heldri manna húsfreyjur, upphaflega útgefin í Leirárgörðum
við Leirá árið 1800 undir nafni frú assessorinnu Mörtu Maríu Stephensen
en nú færð til nútfmastafsetningar og endurútgefin af Söguspekingastifti,
það er að segja þeim Þorfinni Skúlasyni og Erni Hrafnkelssyni. Það var
löngu tímabært að þessi fyrsta matreiðslubók sem út kom á íslensku yrði
endurútgefin, þótt íslenskur uppruni hennar sé raunar vafasamur eða að
minnsta kosti umdeilanlegur.
Hver er hinn raunverulegi höfundur bókarinnar? Um það fjallar Hallgerð-
ur ítarlega í kaflanum „Gömul matreiðslurit" í bók sinni og ég er niðurstöð-
um hennar nokkurn veginn sammála. Langlíklegast er að hér sé að stofni
til samsteypa af uppskriftabókum tveggja danskættaðra húsmæðra, þeirra
Mörtu Maríu Stephensen og Önnu Birgitte Fjeldsted, og trúlega þó meira
frá hinni síðamefndu. Líklegt er að Magnús Stephensen hafi sett ritið saman
og búið það til útgáfu en hæpið er að telja hann höfund kversins. Hins
vegar er víst að hann var mikill áhugamaður um mat og það er auðvelt að
sjá fyrir sér ungan menntamann, sem hefur kynnst danskri og evrópskri
borgaralegri matargerð átjándu aldar. Þegar hann teppist í Noregi vetrar-
langt, á leið heim í hörmungar móðuharðindanna, grípur hann tækifærið
og skrifar upp allan þann dansk-norska matarfróðleik sem hann getur
fengið hjá húsmóðurinni. Heimkominn þýðir hann uppskriftimar og seinna
ber hann sig saman við mágkonu sína, sem auðvitað hefur komið með
sitt eigið uppskriftakver úr föðurhúsum, Ólafur bróðir hans virðist líka
hafa lagt eitthvað af mörkum, og þartnig verður bókin smám saman til.
Jafnvel þótt þáttur Magnúsar í kverinu væri meiri en hér er talið er
ekkert skrítið að hann vildi ekki heita höfundur þess. Matreiðsla var fyrst
og fremst kvennastarf en skrif um mat höfðu löngum verið hlutverk
karla. Það var hins vegar að breytast á 18. öld og sú breyting varð einna
fyrst á Norðurlöndum og í Þýskalandi. Matreiðslubækur aðalsins vom
skrifaðar af körlum, matreiðslubækur borgarastéttarinnar aðallega af
konum, og þótt orðabókarhöfundurinn dr. Johnson lýsti því yfir að konur