Saga - 2000, Side 318
316
RITFREGNIR
skipt í hagvaxtarskeið. Gerð er grein fyrir þeim breytingum sem urðu á
formgerð atvinnulífsins seint á 19. öld og skýrt frá viðgangi sérhvers
atvinnuvegar og framlagi hans til hagvaxtar. Hér finnst mér vanta um-
ræðu um svonefnt hagvaxtarbókhald, sem stundum er beitt til að átta sig
á því hvert megi rekja hagvöxt. í hagvaxtarbókhaldi felst, að reynt er að
sundurgreina hagvöxt í aukna notkun aðfanga og tæknibreytingar, sem
lagðar eru að jöfnu við framleiðniaukningu. Guðmundur Öm Gunnars-
son notar þessa aðferðafræði í sinni rannsókn, en nafni hans Jónsson til-
greinir eingöngu þátt hverrar atvinnugreinar í landsframleiðslunni, en
ekki hvaða áhrif fólksfjölgun, uppsöfnun fjármagns og tæknibreytingar
hafa haft á hagvöxt. Ástæða þessa er sú að Guðmundur telur áætlun sína
um landsframleiðslu ekki nægjanlega nákvæma til að leyfa slíka rann-
sókn. Ég er algjörlega ósammála Guðmundi. Það er vitaskuld ekki hægt
að gera ráð fyrir að áætlun Guðmundar sé alveg rétt, eðli málsins sam-
kvæmt getur hún aldrei orðið annað en nálgun að raunvemleikanum. Því
held ég ekki að Guðmundur þurfi að gera jafn lítið úr möguleikum á að
nota gögn sín til nákvæmra hagmælinga og hann gerir (bls. 24).
Mér til gamans notaði ég svokallað Divisia-vísitölu til að meta fram-
leiðsluaukningu í landbúnaði á ámnum 1870-1945, og sundurgreina þá
aukningu í þátt vinnuafls, fjármagns og tækni. Ég notaði samtölu fjárfest-
inga og rekstrarafgangs sem mælikvarða á fjármagnstofn í greininni á
hverju ári, og staðvirti svo „fjármagnsstofn" og vinnsluvirði hvers árs
með framfærsluvfsitölu þeirri sem finna má í Hagskitinu. Vinnsluvirði
jókst að meðaltali um 1,4% á milli ára, en fólksflóttinn úr sveitum minnk-
aði framleiðsluna að meðaltali um 0,4%. Á móti kom að auknar fjárfest-
ingar juku framleiðsluna um að meðaltali 0,1%. En langstærstan hluta
vaxtarins í landbúnaði má rekja til tækniframfara, eða 1,7%. Ég notaði
einnig aðfallsgreiningu til að meta svonefnt Cobb-Douglas framleiðslufall
og fékk þá út að tæknibreytingar hefðu að meðaltali aukið framleiðslu í
landbúnaði um 1,3% á ári. Báðar aðferðimar gefa því til kynna að tækni-
breytingar hafa átt mikinn þátt í framleiðsluaukningunni í landbúnaði á
þessu tímabili.
í lokakafla ritsins freistar höfundur þess einnig að tímasetja upphaf ís-
lensku iðnbyltingarinnar, eða iðnvæðingarinnar, eins og Guðmundur
kýs að kalla þetta ferli. Að hans mati felast þrjú atriði í iðnvæðingu:
tækninýjungar, varanlegur hagvöxtur og breytingar á formgerð atvinnu-
lífsins, þ.e. samdráttur landbúnaðar og vöxtur iðnaðar og annarra úr-
vinnslugreina og sfðar meir þjónustugeirans. í ljósi þessa telur höfundur
rétt að tímasetja upphaf iðnvæðingar á íslandi á m'unda áratug 19. aldar,
sem er nokkuð fyrr en almennt hefur verið talið. Það kann að virðast
nokkuð einkennilegt að miða við níunda áratuginn vegna þess að lands-
framleiðsla dróst að meðaltali saman um 2,6% árin 1881-87. Hins vegar
virðist hagvöxtur hafa verið nokkuð stöðugur á öllu tímabilinu 1870-99,