Saga - 2000, Page 322
320
RITFREGNIR
menntamönnum eða iðnaðarmönnum. Það voru því miklu fremur hug-
myndir um þjóðfélagið og æskilega þróun þess en það að menn tilheyrðu
ákveðnum stéttum og gildismati þeirra sem skiptu mönnum í fylkingar.
Kvenréttindakonumar áttu að vissu leyti hugmyndafræðilega samleið
með ákveðnum hópum t.d. hvað varðaði sjálfstæðisbaráttuna, verkalýðs-
baráttu eða hugmyndir um rétt einstaklingsins, en þær voru líka á önd-
verðum meiði við ríkjandi hugmyndir og lentu jafnvel í andstöðu við sitt
fólk. Systur Jóns Þorlákssonar, Björg og Sigurbjörg, stóðu í ströngu í
kvennabaráttunni meðan hann beitti sér gegn almennum kosningarétti
kvenna (bls. 126). Guðrún Þorkelsdóttir var í framboði á kvennalistanum
1910 meðan bróðir hennar, Jón Þorkelsson fomi, djöflaðist allra manna
mest gegn kvenréttindum á þingi á svipuðum tfma (Alþingistiðindi 1911).
Prófessor Guðmundur Magnússon vildi ekki sjá konur inn í læknadeild
1911 meðan kona hans, Katrín Magnússon, barðist fyrir réttindum kvenna
sem bæjarfulltrúi og formaður Hins fslenska kvenfélags (sjá viðtalsbók
við Ólaf Ólafsson fyrrv. landlækni, bls. 33). Þegar kvenréttindin vom ann-
ars vegar vom allar stéttir klofnar og því er stéttahugtakið vandmeðfarið
þegar kvennabaráttan á í hlut og spuming hvað það skýrir. Miðað við það
sem síðar gerðist má spyrja hvort ekki hafi verið um almennt bakslag að
ræða í kvennabaráttunni fremur en áhrifamátt stjómmálaflokkanna á
gmndvelli stéttahugmynda, þótt þeir hafi vissulega sýnt klæmar (sjá t.d.
skrif Ingu Lám Lámsdóttur í 19. júm'l926-29).
Það er að mfnum dómi galli á rannsókn Auðar að hún fylgir framboðs-
hreyfingunni ekki eftir til enda heldur sleppir framboðunum til Alþingis
1922 og 1926. Þau framboð sýndu að hugmyndin um sérframboð kvenna
lifði góðu lffi og að stjómmálaflokkamir höfðu ekki enn náð að brjóta
þetta andóf kvenna á bak aftur (sjá bls. 194—96), en þess var ekki langt að
bíða. Auður beinir rannsókn sinni fyrst og fremst að bæjarstjómarkosn-
ingum og það er auðvitað hennar val, en það þýðir að sagan um fram-
boðshreyfingu kvenna á fyrri hluta 20. aldar hefur enn hvorki verið rann-
sökuð né skrifuð til fulls og því skortir okkur enn heildarsýn.
Víkur þá sögunni aftur að spumingum Carol Pateman. Það má segja að
megináherslan í bókinni sé á aðra og þriðju spuminguna, þ.e. um tilraun
kvenna til að komast inn fyrir dyr valdastofnunar og pólitísk áhrif þeirra
þar, í þessu tilviki bæjarstjóm Reykjavíkur. Auður sýnir að konumar
höfðu aðrar áherslur og tókst að hafa nokkur áhrif með þeim tillögum
sem fengust samþykktar, en það var líka margt fellt fyrir þeim. Af rann-
sókninni á bæjarstjómarmálunum og samantekt Auðar um samfélags-
þróunina reynir hún að draga ýmsar ályktanir er varða spumingar
Pateman. Hún telur vaxandi andstöðu skýra að konum fjölgaði ekki í
bæjarstjóm Reykjavíkur, heldur hurfu þær af vettvangi um árabil. Það má
velta því fyrir sér hvort athygli Auðar beinist ekki um of að utanaðkom-
andi þáttum í stað þess að beina sjónum meira að konunum sjálfum sem