Saga - 2000, Page 328
326
RITFREGNIR
fólki sýn á raunveruleika íslenskra flokkastjómmála, þar sem valdahags-
munir flokka og forystumanna vega gjaman miklu þyngra heldur en hin
opinbera hugmyndabarátta.
- Sovéski Kommúnistaflokkurinn veitti háum fjárhæðum, á íslenskan
mælikvarða, til styrktar Sósíalistaflokkunum og bókaútgáfunni Máli og
menningu. Þessar upplýsingar setja blett á sögu bæði flokks og forlags;
þær rýra einnig orðstír Einars Olgeirssonar. Hins vegar vekur athygli að
enginn fjárstuðningur barst fyrir 1953, þannig að hina sterku stöðu Sósf-
alistaflokksins, Þjóðviljans, sem og Máls og menningar í íslensku þjóðlffi
er ekki hægt að rekja til erlendra fjárgjafa. Nær væri að leita skýringa í
hugsjónaeldi og raunsæi hreyfingar, sem tókst að skjóta traustum rótum í
fslenskum jarðvegi, ekki síst vegna verka Einars Olgeirssonar.
Þessi ályktun styrkist enn fremur af því að saga Sósíalistaflokksins eft-
ir kosningaósigurinn 1953 er hnignunarsaga. Þjóðvamarflokkurinn, sem
sigraði í kosningunum 1953, kenndi íslenskum vinstri mönnum eina
ógleymanlega lexíu: þeir sem ekki trúðu á Sovétríkin voru miklu trúverð-
ugri andstæðingar vem bandarísks herliðs í landinu heldur en íslenskir
sósíalistar, sem aftur og aftur vörðu ólýsanleg grimmdarverk gúlagsins
innanlands sem utan.
Meginstyrkur bókar Jóns felst f að útskýra tengsl íslenskra stjómmála
við þróun alþóðamála, einkum tengsl íslenskra sósíalista við Komintem
og sovéska Kommúnistaflokkinn. Á stundum skekkir þessi sýn heildar-
myndina, dregið er úr áhrifum innlendra atburða og kringumstæðna á
þróun stjómmála. Þannig yfirsést Jóni mikilvægi kosningaúrslitanna 1937
fyrir atburðarásina þar á eftir. Alþýðuflokkurinn tapaði mildu fylgi en KFÍ
vann mikinn sigur; fékk kosna þrjá þingmenn, þar af tvo í Reykjavík.
Héðinn Valdimarsson sneri við blaðinu og f nafni raunsæis hvatti hann nú
til sameiningar Alþýðuflokks og KFÍ; einn og sér yrði Alþýðuflokkurinn
aldrei stór og öflugur verkalýðsflokkur. Eins tengir Jón ekki nægjanlega
saman fjárstuðninginn frá Sovétríkjunum og veika stöðu Sósíalistaflokks-
ins frá og með kosningum 1953.
Þessi rannsókn Jóns Ólafssonar er menningarauki. Sjálfsskilningi ís-
lenskra sósfalista sem og söguskoðun andstæðinga þeirra á sósíalistum er
hafnað. íslenskir sósíalistar vom ekki jafn öflug hugsjónahreyfing, ekki
jafn máttugt tæki til að efla hag íslenskrar alþýðu og liðsmennimir vildu
vera láta. En þeir vom á hinn bóginn ekki jafn mikil ógnun við lýðræði í
landinu og andstæðingamir héldu fram. Niðurstöður Jóns em samt alls
ekkert merkingarlítið miðjumoð; ályktanir hans em ekki fengnar með því
að leggja saman tvær ólíkar túlkanir og deila sfðan með tveimur. Þvert á
móti markast rannsókn Jóns af heilsteyptri leit að sannleikanum, sem er
aðalsmerki allra góðra vísinda og fræða, hvaða nafni sem þau nefnast.
Svanur Kristjdnsson