Saga - 2000, Side 330
328
RITFREGNIR
landi. Þótt íslendingum almennt hafi ef til vill ekki verið fullljóst hve
Bretar voru illa undir vemdarahlutverkið búnir, er óttinn við árás Þjóð-
verja á landið raunverulegur í lýsingu Þórs. Honum tekst einnig vel að
rökstyðja möguleikann á því að Þjóðverjar létu til skarar skríða. Af heim-
ildum sínum dregur hann þá ályktun að þótt margt hafi mælt gegn til-
raun Þjóðverja til að ná íslandi úr höndum Breta af herfræðilegum ástæð-
um séu ákvarðanir um hemaðaraðgerðir oft teknar án vandlegrar yfir-
vegunar og hér átti Hitler hlut að máli. Lesandinn sannfærist um að ótti
íslendinga og breska hemámsliðsins var ekki ástæðulaus. Hervél Þjóð-
verja var á þessum tíma mun betur skipulögð og markvissari en sú
breska, eins og í ljós kom af hrakförum Breta í Noregi og síðar á megin-
landi Evrópu. Það fer hrollur um nútíma íslending við þennan lestur, þar
sem hann hefur til þessa haft á tilfinningunni að öllu hafi verið borgið
þegar Bretarnir komu.
Spaugilegt dæmi um óvissuna og vanbúnað Breta er frásögnin af því,
þegar herflokkur frá Seyðisfirði lagði til atlögu við „þýskan herafla", sem
menn töldu sig hafa ömggar heimildir fyrir að gengið hefði á land í Loð-
mundarfirði, en þó er mönnum ekki hlátur í hug.
Auk þess að gera mjög skýra grein fyrir öllum þáttum hemámsins ger-
ir Þór atburðum á hafinu umhverfis landið einnig skil vikumar, sem bók-
in fjallar um, m.a. hörmulegum mannskaða, sem leiddi af óvarkámi og
vanbúnaði breska flotans við flutning herliðs frá Norður-Noregi, sem
gaf þýska flotanum tilefni til að sýna hvers hann var megnugur í Norður-
höfum.
Bretar hafa eflaust ætlað að efla vamir íslands enda skorti hemámslið-
ið nánast allt sem þurfti til að verja landið og fylgjast með ferðum Þjóð-
verja, þar á meðal flugbáta. Ekki var þó hægt að sinna beiðnum forsvars-
manna hersins um liðsauka vegna ástandsins á meginlandi Evrópu eftir
innrás og öfluga framgöngu Þjóðverja, sem höfðu ráðist inn í Niðurlönd
og Frakkland sama daginn og Bretar stigu á land á íslandi.
Nýstárleg er umfjöllun Þórs um starfsemi Öryggisdeildar setuliðsins og
aðferðir sem hún beittá til að afla upplýsinga, einkum um hættulega ein-
staklinga, sem koma yrði bak við lás og slá, gerðu Þjóðverjar innrás. Þór
birtir lista yfir íslendinga, sem Bretar töldu í þessum flokki, z-lista (z-list),
sem hann kallar svartan lista. Þessum lista söfnuðu Bretar saman með því
að greiða íslendingum fyrir upplýsingamar. Lítið hefur verið vitað um
þessa starfsemi og varpar Þór ljósi á þá ógeðfelldu iðju sem ýmsir íslend-
ingar hafa stundað af kappi, a.m.k. við upphaf hemámsins, en hættuleg-
ir menn vom skráðir á listann allt til stríðsloka.
Ekki hefur tekist að finna svarta lista frá 1940, en í Bandaríkjunum tókst
að hafa upp á skjali með nöfnum hættulegustu manna 1942 og listanum í
heild 1944. Á listanum 1944 em nöfn 673 manna, en ekki nema 133 af
þeim em taldir hættulegir eða í I. og II. flokki, en alls em flokkamir þrír