Saga - 2000, Page 336
334
RITFREGNIR
má að hér sé um að ræða nokkurskonar framhald af Sögu ísafjarðar sem
Jón Þ. Þór ritaði og kom út í fjórum bindum árin 1984-90. Þar var saga at-
vinnumála rakin allt að árinu 1945. Jón Páll rekur ekki aðeins sögu fisk-
veiða og útgerðar á ísafirði 1944—93, heldur dregur einnig upp umhverfi
útgerðarinnar í landinu sem mótast aðallega af efnahagssveiflum á annað
borðið og aðgerðum stjómvalda á hitt. Þannig setur höfundur útgerðar-
sögu bæjarins í samhengi við atvinnusögu lands og þjóðar á umræddu
tímabili. Ennfremur rekur hann þróun veiðarfæra og annars búnaðar ís-
lenskra fiskiskipa síðustu hálfa öld. Takmark höfundar er að bókin „end-
urspegli þær miklu framfarir og breytingar, sem urðu á þessum fimmtíu
árum." (bls. 270). Sannast sagna tekst höfundi ætlunarverk sitt prýðilega
og leynir sér ekki að þar fer maður sem er nákunnugur viðfangsefni sínu,
enda hefur hann sjálfur starfað við útgerð og fiskvinnslu á ísafirði í hart-
nær hálfa öld.
í lok bókarinnar skiptir Jón Páll tímabilinu upp í fjögur skeið. Fyrst eru
eftirstnðsárin sem reyndust bátaútgerðinni erfið vegna síldarleysis, en á
sama skeiði komu nýsköpunartogaramir til sögunnar. Annað tímabil
hefst um miðjan sjötta áratuginn þegar ný útgerðarfélög tóku forystu í at-
vinnumálum bæjarins og byggðu fyrst og fremst á línuveiðum stærri
báta. Þriðja tímabilið hefst með skuttogumnum um 1972, miklum blóma-
tíma í útgerð og mannlífi á ísafirði og öðmm bæjum Vestfjarða. Fjórða
tímabilið vill Jón Páll tengja úthafsrækjuveiðum, en mætti með jafnmikl-
um rétti tengja frystitogumm og kvótakerfi sem hafa markað þróunina
síðustu tíu til fimmtán árin. Auk þessara þátta er greint frá útgerð smá-
báta allt tímabilið og er þar merkust saga rækjuveiðanna, fyrst í Djúpinu
og síðar á úthafsmiðum.
Nýsköpuninni em gerð góð skil, þótt höfundur hefði gjarnan mátt
nefna Einar Olgeirsson sem einn af fmmkvöðlum hennar, með Lofti
Bjarnasyni útgerðarmanni, sem sagður er hafa „gefið tóninn í þessum efn-
um" (bls. 31). Þá er fremur lítið gert úr tregðu útgerðarmanna til að taka
þátt í uppbyggingu togaraútgerðar eftir stríð. Hér örlar á pólitískri slag-
síðu, en þótt höfundur Iiggi ekki á skoðun sinni um ýmislegt í útgerðar-
sögu síðustu áratuga, gerir það ekki annað en bæta verkið. Sjónarmið sín
setur hann fram af sanngimi og rökvísi.
Kaflinn um útgerð nýsköpunartogaranna á ísafirði, ísborgarinnar og
Sólborgarinnar 1948-61, er tvímælalaust besti kafli bókarinnar. Nýtur þar
þekkingar Jóns Páls, sem sjálfur starfaði við útgerðina, og ekki síður Ijós-
myndanna sem prýða þennan kafla og sýna okkur ljóslifandi togara-
mennina, vinnuaðstöðu og tækni við verkun og veiðar, jafnt á heimamið-
um og fjarlægum slóðum við Grænland og Nýfundnaland. Er þessi kafli
sennilega með því besta sem ritað hefur verið um þetta merkilega tímabil
í útgerðarsögu landsins.
Annar helsti styrkur bókarinnar er lýsing hennar á veiðarfærum og