Saga - 2000, Blaðsíða 341
RITFREGNIR
339
vík, sem er sögusvið þessarar bókar. Smiðir hafa gert faglegar kröfur og
átt þátt í að auka framleiðni í þessum iðnaði. Með uppmælingu og hörku-
vinnu hafa yngri smiðir getað náð ráðherrakaupi, á meðan hinir eldri hafa
sinnt viðhaldi á tímakaupi sem hefur verið sambærilegt við það sem
aðrir iðnaðarmenn hafa borið úr býtum. Saga Trésmiðafélagsins er ekki
síður byggingasaga Reykjavíkur, því félagsmenn voru fyrst og fremst
húsasmiðir á meðan húsgagnasmiðir voru í sérfélagi. Sagan greinir einnig
frá almennu efnahagsástandi sem hefur veruleg áhrif á byggingariðn-
aðinn og kjör trésmiða. Eggert greinir á skemmtilegan hátt frá pólitískum
átökum í verkalýðshreyfingunni, sérstaklega á tímum kalda stríðsins.
Heimildir eru fjölskrúðugar í báðum verkunum, bæði prentaðar, óprent-
aðar og viðtöl. Gísli Sverrir hefur lagt sig eftir tímaritum og dagblöðum
og hefur verið fundvís á margskonar fróðleik og tekur viðtöl við á fjórða
tug manna. Sérstaklega hefur hann farið vel yfir heimildir í skjalasöfnum,
einkanlega Héraðsskjalasafni Austur-Skaftafellssýslu, þar sem hann er vel
kunnugur. Einnig er mikið byggt á heimildum í skjalasöfnum Verkalýðs-
félagsins Jökuls, Sögusafni verkalýðshreyfingarinnar, Þjóðskjalasafni og fleiri
söfnum. Frásögn Gísla Sverris er grundvölluð á traustum heimildum sem
víða eru látnar tala sjálfar. Tilvísanir eru neðanmáls og því auðvelt að
fylgjast með úr hvaða heimildum er unnið hverju sinni. í Trésmiðafélags-
sögunni eru tilvísanir aftast. Það vekur furðu að þegar Gísli Sverrir vitn-
ar til heimilda f skjalasöfnum þá vitnar hann ekki fyrst í skjalasöfnin t.d.
ÞÍ, Þjóðskjalasafn, og síðan í heimildina, heldur bara beint í heimildina.
Lesandi verður að leita í gegnum átta skjalasöfn, sem Gísli Sverrir vitnar
til, hvar heimildina er að finna. Það vantar tilfinnanlega góð kort í bækur
Gísla Sverris. Góð söguleg kort geta veitt mjög miklar upplýsingar. í einni
sjónhendingu er unnt að sýna áratuga þróun, fyrir utan hvað þau hjálpa
þeim sem ekki þekkja ömefni, nöfn húsa og gatna sem stöðugt er vitnað
til. Ég saknaði þessa ekki í Trésmiðafélagssögunni, kannski vegna þess að
ég þekki hverfin sem um er rætt og byggingartíma þeirra, en gott kort
hefði þó alveg mátt koma í stað einhverra af hinum fjölmörgu ljósmynd-
um af húsum í byggingu.
Hið óskráða skjalasafn Trésmiðafélagsins hefur komið Helga og Eggert
að góðum notum og vitna þeir mikið til fundargerða og bréfa félagsins.
Það vekur athygli að Helgi og Eggert hafa aðeins tekið viðtöl við tvo
menn. Þótt þeir reki andstæðar skoðanir úr prentuðum heimildum hefði
mátt ná í þá félagsmenn sem hafa verið í stjómarandstöðu eða fallið í
stjómarkjöri, og fá margvíslegar upplýsingar sem ekki er að finna í rituð-
um heimildum. Sumar frásagnir er aðeins unnt að fá frá heimildarmönn-
um beint. Það er t.d. fróðlegt að heyra Benedikt Davíðsson greina frá því
að starfsemi verkalýðsfélaga sé í lágmarki þegar vel árar en eflist aftur
þegar laun lækka, atvinnuleysi eykst og sameina þarf kraftana til baráttu.
Mikið er af fróðlegum og skemmtilegum Ijósmyndum í báðum verkun-