Saga - 2000, Page 345
RITFREGNIR
343
Davíð Ólafsson: SAGA LANDHELGISMÁLSINS.
BARÁTTAN FYRIR STÆKKUN FISKVEIÐILÖG-
SÖGUNNAR í 12 MÍLUR. Sumarliði R. ísleifsson bjó
til prentunar. Hið íslenska bókmenntafélag. Reykjavík
1999. 495 bls. Myndir, kort.
Höskuldur Skarphéðinsson: SVIPTINGAR Á SJÁVAR-
SLÓÐ. MINNINGAR. Mál og menning. Reykjavík 1999.
223 bls. Myndir.
Á næstliðnu ári komu út tvær bækur er snerta sögu landhelgismálsins,
þ.e. útfærslu íslensku fiskveiðilögsögunnar úr þremur í 200 sjómílur á
árunum 1950-75. Önnur þeirra, bók Davíðs heitins Ólafssonar, fjallar
eingöngu um þetta málefni, en nær aðeins fram til ársins 1961. Þar
greinir einkum frá hafréttarráðstefnum Sameinuðu þjóðanna á árunum
1958 og 1960, útfærslu íslensku fiskveiðilögsögunnar í 12 sjómílur árið
1958 og átökum um hana, og loks frá umdeildum samningum við Breta
árið 1961. Bók Davíðs er öðru fremur saga stjómmálaátaka, innanlands og
á alþjóðavettvangi, og hefur að geyma margvíslegar upplýsingar sem
ekki hafa áður komið fyrir almennings sjónir og fræðimenn hafa ekki haft
aðgang að, nema þá í mjög takmörkuðum mæli.
Bók Höskuldar Skarphéðinssonar er allt annars eðlis. Hún hefur að
geyma minningar manns, sem starfaði sem yfirmaður á varðskipum í öll-
um þorskastn'ðunum. Hann tók beinan þátt í átökunum á sjó, kynntist að-
gerðum og framkomu breskra togaramanna og herskipaforingja með allt
öðrum hætti en embættismaðurinn í landi. Saga hans nær yfir öll þorska-
stríðin, frá 1958 til 1976, og hún er sögð úr návígi, ef svo má að orði kveða.
Eins og vænta má eru þessar tvær bækur varla samanburðarhæfar, svo
ólíkar sem þær eru að allri gerð. Engu að sfður verður fjallað um þær báð-
ar hér á eftir, frásögn þeirra borin saman þar sem við á og hugað að því á
hvem hátt þær túlka ólík sjónarmið.
Áhugamenn um sögu landhelgismálsins munu flestir hafa glaðst við er
það spurðist að von væri á bók Davíðs Ólafssonar um hafréttarráðstefn-
umar 1958 og 1960 og útfærslu fiskveiðilögsögunnar í 12 sjómilur árið
1958. Allir vissu að Davíð hafði setið báðar ráðstefnurnar sem fulltrúi fs-
lands, verið fiskimálastjóri um árabil og einn nánasti ráðgjafi ríkisstjóma
í landhelgismálum. Á margra vitorði var einnig að hann hafði síðustu ár
ævinnar unnið ötullega að söfnun og úrvinnslu heimilda og ritun sögu
þessa mikilsverða þáttar landhelgismálsins. Lá þá í augum uppi, að hann
myndi eiga í fómm sínum gögn og hafa aðgang að ýmsum frumheimild-
um, sem ekki væri að finna í almennum skjalasöfnum, og fræðimenn
hefðu ekki haft aðgang að. Hér var því mikils að vænta, þótt öllum væri