Saga - 2000, Blaðsíða 347
RITFREGNIR
345
áður órannsökuðum frumheimildum. Margar þeirra eru birtar í bókinni,
í heild eða að hluta, ýmist sem ljósmyndir eða orðréttar tilvitnanir í texta,
og er að þeim mikill fengur. Bestu kaflar bókarinnar, 4.-8. kafli, eru og að
mestu leyti byggðir á þessum heimildum og kemur þar margt fram, sem
hingað til mun aðeins hafa verið á fárra vitorði. Það á við frásögnina af
Genfarráðstefnunum tveimur, sem er hvort tveggja í senn nákvæm og
fræðandi, og þó enn frekar um tilraunir, sem gerðar voru á vettvangi
Atlantshafsbandalagsins til að leita samkomulags sumarið 1958. Hygg ég
að sú frásögn muni koma mörgum á óvart, en engum getur dulist vask-
leg framganga íslensku fulltrúanna á Genfarráðstefnunum. Þeir fengu
ótrúlega miklu áorkað. Miklu minna púður er hins vegar í frásögn
Davíðs af stjómmálaátökum og stjórnmálaástandinu á íslandi, þótt sitt-
hvað athyglisvert komi þar fram. Svipuðu máli gegnir um umfjöllun um
átök fslendinga og Breta á miðunum umhverfis landið. Þar kemur fátt
fram, sem ekki var vitað áður, og í þessu efni er mun meiri fróðleik að
sækja í bók Höskuldar Skarphéðinssonar.
Og hér er komið að helsta veikleika bókar Davíðs sem fræðirits. Nánd
höfundar við atburðina, sem hann fjallar um, og aðgengi hans að heimild-
um úr fórum embættis- og stjómmálamanna valda því að hann mótar frá-
sögn sinni næsta þröngan farveg og segir söguna á köflum eins og hann
upplifði hana sjálfur. Þetta er í sjálfu sér eðlilegt, dregur á engan hátt úr
heimildargildi ritsins og eykur það reyndar á köflum, ekki síst í frásögn-
inni af hafréttarráðstefnunum. í ýmsum öðmm þáttum hefði frásögn frá
víðara sjónarhomi hins vegar aukið fræðilegt gildi bókarinnar umtalsvert.
Hér má taka dæmi og bera saman við bók Höskuldar Skarphéðinssonar.
Á bls. 306 í bók Davíðs Ólafssonar segir frá þvf er breska herskipið Di-
ana óskaði leyfis til að flytja fársjúkan skipverja af breskum togara til hafn-
ar á íslandi 24. september 1958. Leyfið var veitt og síðan segir:
Áður en herskipið sigldi inn til Patreksfjarðar gaf það bresku land-
helgisbrjótunum fyrirmæli um að fara þegar út fyrir landhelgis-
línuna, og gerðu togararnir það, en misfljótt. Eitt skipið tregðaðist
þó við lengur en önnur, og var það einmitt sá togarinn sem sjúkling-
urinn var af. Kastaði hann vörpunni aftur innan 12 mflna fiskveiði-
lögsögunnar, og varð það til þess að tvö varðskip lögðu að honum og
tóku hann. En eftir að varðskipsmenn höfðu sigrast á mótstöðu tog-
aramanna greip ráðuneytið í taumana og lagði svo fyrir að togarinn
skyldi yfirgefinn (bls. 306).
Ekkert er rangt í þessari frásögn, en hún er stuttaraleg og ópersónuleg,
sögð af sjónarhóli embættismanns, sem ekki hafði náin kynni af því sem
gerðist á miðunum. Það hafði Höskuldur Skarphéðinsson á hinn bóginn.
Hann var stýrimaður á Maríu Júli'u, tók beinan þátt í töku togarans og lýs-
ir atburðarásinni ýtarlega (bls. 16-25). Þar kemur fram að til harðra átaka
kom á milli varðskipsmanna og skipverja á togaranum og flest bendir til