Saga - 2000, Page 349
RITFREGNIR
347
um sögulegt efni, liðna tíð og atburði, en er það nægilegt til að við getum
skilgreint hana sem sagnfræðirit? Ég held ekki. Markmið höfundar eru
hvergi skilgreind nákvæmlega, hann tekur litið sem ekkert tillit til fyrri
rannsókna eða rita um viðfangsefnið, spyr engra rannsóknarspuminga og
dregur ekki fræðilegar ályktanir. Frásögnin er öll í þröngum farvegi sögu
innlendra stjómmála og utanríkismála en hagsögulegur og fiskifræði-
legur þáttur landhelgismálsins fær litla sem enga umfjöllun. Að þeim
þáttum er að sönnu vikið allvíða en ávallt með næsta almennum orðum
og hvergi er gerð ýtarleg úttekt á efnahagslegum forsendum útfærslu
landhelginnar, enn síður á mikilvægi íslandsveiðanna fyrir útlendinga og
þá ekki sfst Breta.
í formála ritnefndar segir að þetta rit Davíðs Ólafssonar sé „mikilsverð-
ur fyrsti áfangi í væntanlegri þriggja binda ritröð um efnið" (þ.e. sögu
landhelgismálsins). Ekki kemur fram hver eða hverjir séu að vinna að
framhaldsbindum, né á hvers vegum. Sá sem hér heldur á penna myndi
fyrstur manna fagna útkomu þriggja binda verks um sögu landhelgis-
málsins, en þar verður að standa öðru vfsi að verki en hér er gert. Bók
Davíðs Ólafssonar er vissulega mikilsvert framlag til þeirrar sögu og alls
góðs makleg eins og hún er. Eigi hins vegar að skrifa sögu landhelgis-
málsins í heild, verður að gera það út frá mun víðara sjónarhomi, nálgast
efnið frá fleiri hliðum og taka meira tillit til fyrri rannsókna. í stuttu máli:
setja landhelgismálið í stærra sögulegt samhengi.
Bók Höskuldar Skarphéðinssonar er allt annars eðlis en bók Davíðs.
Hún er minningabók og fjallar aðeins að litlu leyti um útfærsluna 1958 og
fyrsta þorskastríðið. Þar varpar hún þó skemmtilegu Ijósi á gang mála og
birtir okkur allt aðra sýn en fram kemur í bók Davíðs. Höskuldur lýsir
þorskastríðunum frá sjónarhomi gæslumannanna, sem stóðu í eldlínunni
og urðu oft að stofna sér og skipum sínum í mikla hættu. Margar athygl-
isverðar og dramatískar frásagnir er hér að finna, úr öllum þremur
þorskastríðunum. Áður var getið átakanna úti fyrir Vestfjörðum í septem-
ber 1958, en einnig má benda áhugasömum lesendum á lýsingu höfund-
ar á þvf er Bretar reyndu að sökkva Árvakri vorið 1973 og ítrekaðri aðför
þeirra að Baldri árið 1976. í öll skiptin sluppu varðskipin naumlega, en í
viðskiptunum við Baldur urðu bresku freigátumar illa úti og urðu að
hundskast heim á leið.
En frásögn Höskuldar er ekki bundin við þorskastríðin. Hann segir
einnig frá „hvunndagsstörfum" varðskipsmanna og þar er t.d. frásögn
hans af leitinni að Sjöstjörnunni árið 1973 einkar áhrifarík. Sem í svip-
leiftri bregður hann einnig upp myndum af skipsfélögum og samstarfs-
mönnum. Þar em mér eftirminnilegastar lýsingar hans á Eiríki Kristófers-
syni skipherra og Pétri Sigurðssyni forstjóra Landhelgisgæslunnar.
Svo ólíkar sem þessar tvær bækur em, eiga þær þó eitt sameiginlegt:
þær em báðar vel skrifaðar og læsilegar, þó hvor með sfnum hætti, og