Saga - 2000, Page 350
348
RITFREGNIR
báðar bera höfundi sínum glöggt vitni. Texti Davíðs Ólafssonar er sléttur
og felldur en fremur tilþrifalítilL Hann gætir ávallt hófs í ummælum um
menn og málefni, líka þá sem honum er þó augljóslega fremur lítt gefið
um. Höskuldur er hvassyrtari og stórorðari og hikar hvergi við að segja
skoðanir sfnar á mönnum og málefnum. Er til að mynda einkar fróðlegt -
frá stílfræðilegu sjónarmiði að minnsta kosti - að bera saman ummæli
þeirra Davíðs um stjómmálamenn, nafngreinda og ónafngreinda, og af-
skipti þeirra af landhelgismálinu.
Jón Þ. Þór
Kjartan Ólafsson: FIRÐIR OG FÓLK 900-1900. VESTUR-
ÍSAFJARÐARSÝSLA. GENGIÐ BÆ FRÁ BÆ f ARNAR-
FIRÐI, DÝRAFIRÐI, ÖNUNDARFIRÐIOG SÚGANDA-
FIRÐI, LITIÐ Á LANDSLAG OG HUGAÐ AÐ MANN-
LÍFI OG MINJUM EITT ÞÚSUND ÁRA. Ferðafélag
íslands: Árbók 1999. 588 bls. (+ferðafélagsmál, alls 603
bls.) Skrár: skammstafanaskrá, heimildaskrá, tvískipt
nafnaskrá og myndaskrá.
Vestur-ísafjarðarsýsla er með minni sýslum landsins. Hún nær aðeins yfir
fimm forna hreppa, enda var hún lengst af hluti af stærra umdæmi. Sjálf-
stætt sýslufélag varð hún ekki fyrr en 1896, en þá var ísafjarðarsýslu skipt
í tvö sýslufélög, þótt sýslumaður væri áfram sá sami í þeim báðum. Um
þessa litlu sýslu hefur Kjartan Ólafsson nú ritað þetta mikla verk. Frum-
kvæði að því hafði Útgáfufélag Búnaðarsambands Vestfjarða sem gefur
verkið út sem Vestfjarðarit I, fyrsta bindið af metnaðarfullri ritröð sem
Búnaðarsambandið hefur áform um að gefa út um allar sýslur á Vestfjörð-
um, og hið fyrra af tveimur er þegar hafa séð dagsins ljós. Ferðafélagið
gerði síðan samkomulag við Útgáfufélagið um að gefa ritið einnig út sem
árbók sfna fyrir árið 1999, og skal tekið fram að þessi ritfregn er eingöngu
miðuð við útgáfu Ferðafélagsins hvað snertir tilvísanir í blaðsíðutöl og
annað.
Bókin er byggð þannig upp að strandlengjan er þrædd hrepp úr hreppi
milli sýslumarkanna, frá Langanestá að vestan og norður að Öskubak.
Um hvern hrepp er fyrst almennur inngangskafli, en síðan sérstakur kafli
um hvem bæ í landfræðilega réttri röð. Hins vegar er enginn almennur
inngangur um sýsluna í heild, og neita ég ekki að þess sakna ég nokkuð,
einkum fyrir þá sök að í slíkum kafla hefði mátt draga saman - og bera
saman - margvíslegar tölulegar upplýsingar um héraðið sem koma fram
á víð og dreif í textanum, einkum þó í inngangsköflum hreppanna. Það
hefði auðveldað lesendum að sjá ýmsar heildarlínur skýrar en þeir al-