Saga - 2000, Qupperneq 351
RITFREGNIR
349
mennt eiga tök á þegar þeir þurfa að draga slíkt fram úr mörgum köflum
og innan úr mikilli upplýsingamergð um margvísleg önnur efni. Og það
hefði líka getað stuðlað að því að framsetning þessara upplýsinga yrði
markvissari og samræmdari en raunin hefur stundum orðið á.
Sem dæmi um það má nefna mannfjöldatölur frá ýmsum tímum. Úr
Auðkúluhreppi eru á bls. 8 nefndar tölur úr manntölunum 1703, 1762,
1801,1845, 1901, 1910 og 1930, en nokkru aftar (bls. 10) eru einnig mann-
fjöldatölur frá 1816. Úr Þingeyrarhreppi eru á bls. 81 mannfjöldatölur frá
1703,1801 og 1845, og á næstu síðu (bls. 82) frá 1901. Úr Mýrahreppi ein-
um hreppanna eru þessar tölur settar upp f töflu, og eru þær frá 1703,
1762, 1801, 1845, 1889, 1895, 1900 og 1905 (bls. 175). Úr Mosvallahreppi
eru mannfjöldatölur frá 1703, 1762, 1801, 1845 og 1901 (bls. 297), og úr
Suðureyrarhreppi frá 1703 og 1762 í fremri dálki á bls. 407, en frá 1845,
1880 og 1901 í aftari dálki á sömu síðu, og þó í tvennu lagi, og talan frá
1901 aðeins birt á óbeinan hátt („heldur lægri en verið hafði 1703 og
munaði fjórum sálum"). Þetta yfirlit sýnir að manntölin 1703 og 1845 eru
þau einu sem í eru sóttar tölur úr öllum hreppunum, frá 1762 vantar
mannfjöldatölu úr Þingeyrarhreppi, frá 1801 úr Suðureyrarhreppi, og frá
1901 úr Mýrahreppi, en í stað þess er notað sóknarmannatal frá 1900. Og
úr þremur hreppum eru teknar upp mannfjöldatölur frá öðrum árum en
grundvallarmanntölin (1703, 1762, 1801, 1845 og 1901) miðast við, úr
Auðkúluhreppi frá 1816, 1910 og 1930, úr Mýrahreppi frá 1889, 1895 og
1905, og úr Suðureyrarhreppi frá 1880.
Eina samræmda taflan sem birt er í inngangsköflum allra hreppanna er
um fjölda býla og búfjár árin 1710, 1791,1830 og 1885. (Að vísu eru tölur
frá 1915 lfka með hjá Auðkúluhreppi.) Um sum önnur atriði má stundum
sjá upplýsingar úr einstökum hreppum settar fram í töflu, en aldrei um
það sama hjá þeim öllum. Og er þó verið að fjalla um mörg sömu efnis-
atriðin í öllum hreppunum, en það er þó ekki alltaf gert í nákvæmlega
sömu röð innbyrðis, þótt í meginatriðum virðist þar fylgt ákveðinni reglu.
Þetta held ég að eigi sinn þátt í því að sumsstaðar er bókin nokkuð „þung
undir tönn" þó að því valdi vitaskuld líka - og sennilega öllu fremur -
hversu gífurlega miklu efnismagni er þar yfirleitt þjappað saman á
hverja sfðu. En bæði er að texti höfundar er yfirleitt mjög hnitmiðaður
og gagnorður og að prenttæknileg meðferð á textanum hefur greinilega
miðast við að koma sem mestu efni fyrir á sem minnstu rými, án þess þó
að það kæmi niður á útliti eða lesgæðum, og sýnist mér það hafa tekist á
aðdáunarverðan hátt.
í þessari bók er gríðarlega mikið efni saman komið og er greinilegt að
flestar fáanlegar heimildir hafa verið fínkembdar til að draga til hennar
aðföng. Það sést best á þvf að skrár í bókarlok taka rúmlega 120 blaðsíð-
ur; og eru þá beinar tilvísanir í heimildir ekki taldar með, en þær eru um
það bil hálft ellefta þúsund alls og eru birtar jafnóðum í hverri opnu fyrir