Saga - 2000, Page 352
350
RITFREGNIR
sig - sem er lesendum til mikils hagræðis, en að vísu ekki samkvæmt
þeirri nútímatísku við bókaútgáfu að ýta öllu slíku aftur fyrir bókartext-
ann, þó að í raun og veru sé um að ræða óaðskiljanlegan hluta hans. En
þrátt fyrir þetta mikla efnismagn segir f „Eftirmáli" (bls. 475) að miklu af
aðföngtmum hafi þurft að sleppa, væntanlega til að halda stærð bókarinn-
ar í skefjum, og má vera að þessi samþjöppunar- og niðurskurðarþörf eigi
sinn þátt í því ósamræmi sem ég hef lítillega fundið að hér að framan.
En í því sambandi má líka spyrja sig að því hverskonar bók hér er á
ferðinni. Og þeirri spumingu held ég að verði að svara með því að segja
að hún sé ekki neitt eitt, heldur margt í senn. Þó að hún sé sneisafull af
sögulegum fróðleik og af herrni megi fræðast um margt úr fortíðinni, er
hún þó í rauninni ekki sagnfræðirit í þeim skilningi að áhersla sé þar lögð
á að flokka heimildimar kerfisbundið og draga af þeim ályktanir um eitt-
hvað (eða nota þær til að styðja einhverjar tilgátur eða kenningar um al-
menn „sögulögmál"). Bókin er fyrst og fremst lýsing á landinu og allur
fróðleikurinn tengist því; sagt er frá fólki sem þar hefur lifað og atburðum
sem þar hafa gerst, og allstaðar vísað á heimildir svo að lesendur geti afl-
að sér frekari upplýsinga um nánast allt sem frá er sagt. Slíkar bækur
hafa áður komið út, en munurinn á þeim og þessari er aðallega fólginn í
tvennu. í fyrsta lagi má draga í efa að nokkm sinni áður hafi verið safnað
saman jafnmiklum upplýsingum um ákveðið landssvæði og Kjartan hef-
ur gert í þessari bók. Og í annan stað er lesendum yfirleitt ekki í öðrum
slfkum bókum hjálpað eins vel og í þessari að bæta við vitneskju sfna um
efnið, en bæði tilvísanir og allar skrár í bókinni em óvenjuvel úr garði
gerðar.
Inngangskaflamir em lengstu einstöku kaflamir og spanna (með mynd-
um) frá hálfri tólftu blaðsíðu (Suðureyrarhreppur) upp f 17 blaðsíður
(Mosvallahreppur). í þeim er yfirleitt í upphafi gerð grein fyrir legu hrepps-
ins og stærð og mörkum hans á báða vegu. Frásagnir Landnámu af upp-
hafi byggðarinnar em oft lfka með þama, en þó em þær stundum frekar
tengdar einstökum jörðum innan hreppsins. Allsstaðar er getið um fjölda
lögbýla, og þau oftast talin upp öll með nafni, og samanlagður dýrleiki
þeirra að fomu mati allstaðar nefndur. Þar má líka finna margvíslegar
upplýsingar um íbúana, fjölda þeirra, uppmna og stéttarstöðu; um eign-
arhald jarða og leigukjör ábúenda; um búskaparhætti og þó sérstaklega
um sjósókn og þróun hennar í hreppnum. Er mikill fengur að mörgu af
þvf sem kemur fram í þessum köflum, t.d. það sem segir um hvalveiðar
Amfirðinga (bls. 17-19) og hákarlaveiðar frá Dýrafirði (bls. 86-89) svo að
tvö dæmi séu tekin af handahófi.
En mest rými í bókinni tekur vitaskuld gangan um hreppana: með
ströndum fram, fram í dali, inn í fjarðarbotna og út fyrir annes. Á þeirri
göngu er ekki aðeins staldrað við á bæjunum sjálfum, heldur er landinu
sjálfu öllu lýst, og örnefnum haldið samviskusamlega til skila. Sérstaklega