Saga - 2000, Síða 353
RITFREGNIR
351
er leitast við að leita uppi minjar um forn mannvirki, sauðahlöð eða sel,
og hygg ég að ekki hafi áður verið dregin saman á einn stað jafnmikil vit-
neskja um slíkar mannvistarleifar á afmörkuðu svæði. Þótt ekkert væri
annað í bókirtni að finna en þessar lýsingar á landinu og þær skrár yfir ör-
nefni og minjar um horfna búskaparhætti sem hún geymir, væri hún með
merkari bókum.
Hún hefur hinsvegar margt annað að geyma en það. Auk almennra
upplýsinga um hverja jörð er þar að finna miklar upplýsingar um margt
af því fólki sem þar dvaldist, og farið eins langt aftur og heimildir
hrökkva til. Það er þó mjög misjafnt eftir jörðum hve langt aftur heimild-
ir ná. Um sumar er talað í Landnámu og talsverð vitneskja til um þær alla
tíð síðan, en aðrar eru hvergi nefndar fyrr en á síðari öldum. Það er því
auðvitað mjög misjafnt hve mikið er til frásagna frá jörðunum, og það sem
þó er nefnt í einhverri heimild vitaskuld líka misjafnlega sögulegt. En
eðlilega er það oft látið hafa forgang sem er líklegast til að vekja áhuga nú-
tímalesanda. Sakamálum er þessvegna yfirleitt vel komið til skila, þar á
meðal galdramálum, og munnmælum og þjóðsögum heldur ekki sleppt.
En yfirleitt er frásögnin mjög knöpp og oft fremur reynt að nefna fleira en
eyða of mörgum orðum í færra. Samt er frásögnin mjög læsileg og skýr,
svo að víða er bókin býsna skemmtileg aflestrar.
Alls fá 118 jarðir sérstakan kafla í bókinni, og er þá farið eftir því, hvort
um sjálfstætt lögbýli var að ræða á síðari öldum eða ekki; hjáleigur eru
taldar með heimajörðinni, og svipað gildir um fornbýli sem voru komin í
eyði um eða fyrir siðaskipti; þau eru talin með þeirri jörð sem landið var
lagt undir. Frá þessu er þó ein undantekning. Arnkelsbrekka í Bjarnardal
í Önundarfirði fær sérstakan kafla (bls. 340—42), ólíkt t.d. Ey og Skjaldfönn
í Arnarfjarðarbotni (bls. 35-37), sem féllu í eyði um svipað leyti og
Amkelsbrekka. Á þessu fráviki frá reglunni geta verið tvær skýringar,
önnur hvor eða báðar. Amkelsbrekka breyttist í Holtssel þar sem ýmis-
legt frásagnarvert gerðist á síðari öldum, og landið lá ekki að heima-
landi Holts, heldur vom tvö býli, Vaðlar og Tröð, í réttri bæjaröð á milli.
En segja má að þama sé þó ákveðið ósamræmi sem gæti jafnvel valdið
misskilningi hjá einhverjum.
í stuttri ritfregn em ekki tök á að fara ítarlegar en þetta yfir efni bókar-
innar, þó að freistandi hefði verið að hefja hér harmatölu yfir mörgum
bitastæðum og safaríkum fróðleiksmolanum, sem ekki reyndist rúm fyrir
í bókinni. En höfundur stóð frammi fyrir því að velja og hafna þegar hann
setti bókina endanlega saman. Og þótt ég hefði um sum atriði kosið að
hann hefði valið öðru vísi, þá er útkoman bók sem er næsta einstök í
sinni röð. Höfundurinn, Kjartan Ólafsson, hefur að mfnu mati unnið fá-
gætt afrek með þessari bók. Og ekki spillir það að bókin er prýdd mörg-
um myndum. Flestar þeirra em birtar á textasíðunum og þeirra á meðal
eru bæði gamlir uppdrættir og Ijósmyndir sem varpa ským ljósi á efni